Um 220 skip hafa bókað komu sína til Akureyrar
„Það er óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021á kórónuveirutímanum,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Alls eru bókaðar tæplega 220 skipakomur til Akureyrar í ár, en mest verður um að vera á tímabilinu frá maí og fram í september. Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11 október.