Fréttir

Um 220 skip hafa bókað komu sína til Akureyrar

„Það er óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021á kórónuveirutímanum,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Alls eru bókaðar tæplega 220 skipakomur til Akureyrar í ár, en mest verður um að vera á tímabilinu frá maí og fram í september. Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11 október.

 

Lesa meira

Svíþjóð Ísland myndaveisla í boði Jóns Forberg

Jón Forberg líka kallaður okkar maður fór auðvitað á leik okkar manna gegn ansi hreint öflugum Svíum og þó leikurinn hafi farið eins og hann fór er alltaf gaman að skoða vel teknar myndir af fagmanni svo gjörið þið svo vel. 

Jóni þökkum við kærlega fyrir að hugsa til okkar

Þið smellið á slóðina sem hér fylgir til þess að skoða  https:www.forberg.smugmug.com/Handball-1/2022-2023/Island-Sverge/

 

Lesa meira

„Við sníðum stakk eftir vexti, það er ekkert mál“

-segir Guðrún Jónsdóttir en Rauðakrossbúðin á Húsavík leitar nú að húsnæði enn og aftur

Lesa meira

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu

„Langþráður draumur minn að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

Lesa meira

,,Draumagiggið´´ segir Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsmaðurinn góðkunni  segir frá því nú síðdegis á Facebooksíðu sinni að einn helsti draumur hans hafi ræst  þegar honum var boðið að vera einn af þremur kynnum í Söngaveppni RUV sem hefst í lok janúar.  Færslan er annars svona.

Lesa meira

Fjarkinn í Hlíðarfjalli stöðvaðist þegar vír fór út af spori

Búið er að bjarga öllum úr lyftunni og allir óslasaðir en sumir nokkuð kaldir. Björgunarstarf gekk mjög vel og þakkar lögregla öllum sem komu að aðgerðinni.Um 20 manns voru í Fjarkanum þegar bilun  kom upp fyrr í dag,  en vír fór út af sporinu.

Lesa meira

Akureyri - Fallið frá banni við næturbrölti katta

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur fallið frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi samkvæmt því sem kemur fram á vef RUV.  Bannið  átti upphaflega að taka gildi um s.l. áramót en málinu var þá frestað og nú hefur verið hætt við þessa hugmynd.

Lesa meira

Fiskrétturinn frá mömmu og pabba sem slær í gegn á Dalvík !

Þó að í dag sé sjálfur Bóndadagurinn  og margir þvi með hugann við súra hrútspunga, bringukolla og sviðakjamma þá eru ekki allir dagar  Bóndadagar.   Við gátum ekki sleppt  þvi tækifæri að setja hér inn skemmtilega frásögn af heimasíðu Samherja sem m.a. býður upp á  spennandi uppskrift  fiskrétt sem slegið hefur rækilega í gegn í mötuneyti Samherja á Dalvik.  

Lesa meira

Eining-Iðja Heldur fleiri hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni

„Það virðist heldur hafa sigið á ógæfuhliðina,” segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju en heldur fleiri félagsmenn hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag fékk Gallup til að framkvæmda könnun um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.

Lesa meira

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar hefur látið af störfum

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum

Lesa meira