432 börn hafa fæðst á Sjúkrahúsinu á Akureyri það sem af er þessu ári
Vikublaðið setti sig í samband við Ingibjörgu Jónsdóttur sem er forstöðuljósmóðir á Fæðingardeild SAk og spurði um fjölda þeirra barna sem fæðst hafa á sjúkrahúsinu á þessu ári.
,,Í dag er staða sú að fæðingar það sem af er ári eru 425. Tvíburafæðingar hafa verið 7 á árinu þannig að fjöldi barna er 432 og skiptist það mjög jafnt á milli kynja því stúlkur eru 215 og drengir 217” segir Ingibjörg.