Fréttir

432 börn hafa fæðst á Sjúkrahúsinu á Akureyri það sem af er þessu ári

Vikublaðið setti sig í samband við Ingibjörgu Jónsdóttur sem er forstöðuljósmóðir á Fæðingardeild  SAk og spurði um fjölda þeirra barna sem fæðst hafa á sjúkrahúsinu á þessu ári.  

,,Í dag er staða sú að fæðingar það sem af er ári eru 425.  Tvíburafæðingar hafa verið 7 á árinu þannig að fjöldi barna er 432 og skiptist það mjög jafnt á milli kynja því stúlkur eru 215 og drengir 217” segir Ingibjörg.

 

Lesa meira

ELKO gefur rúmlega 3 milljónir til góðgerðamála í desember

Viðskiptavinir og starfsfólk ELKO völdu tólf málefni sem hljóta styrki úr styrktarsjóði ELKO í formi peningagjafar, raftækja og afþreyingar.

Lesa meira

Bjarmahlíð fékk jólakortastyrk KÍ

Fimmtudaginn 22. desember veitti Kennarasamband Íslands 400 þúsund króna styrk til starfs Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Um er að ræða hinn svokallaða Jólakortastyrk Kennarasambandsins en það hefur ekki sent jólakort um langt árabil og þess í stað látið fé af hendi rakna til stofnana, samtaka og félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna.

Lesa meira

Fullkomnaðu jólin með innblæstri frá Kaupmannahöfn

Jólablað Vikublaðsins kannaði stemmninguna í Danmörku

Lesa meira

Dreymdi um að fyrstu jólin á Akureyri yrðu hvít

Helga Bragadóttir var í haust ráðin prestur í Glerárkirkju. Sr. Helga, sem ólst upp fyrstu tíu árin á Siglufirði og flutti svo til Hafnarfjarðar

Lesa meira

Hvað taka íslensku jólasveinarnir í bekkpressu?

Hér verður reynt að svara spurningunni sem hefur brunnið á mörgum í langan tíma, hvað hver og einn af þeim bræðrum tekur í bekkpressu.

Lesa meira

Fyrstu og síðustu jólin tvö saman

-Jóndís Inga og Hallgrímur Mar eiga von á sínu fyrsta barni saman í janúar

Lesa meira

Vanmetnar hetjur jólavertíðarinnar

Jólin eru besti tími ársins í hugum margra og oft á tíðum nýtir fólk jólin til afslöppunar og samveru með fjölskyldu. Það vill þó gleymast að fjöldinn allur af dugnaðarforkum úti um allan bæ vinnur myrkranna á milli í jólavertíðinni. Hér fá þeir hópar sem fara á fullt fyrir okkur hin um jólin, og gleymast oft í umræðunni, verðskuldað hrós. Athugið, listinn er ekki tæmandi.

Lesa meira

Birkir Blær með tónleika á Græna hattinum

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær heldur tónleika á Græna hattinum fimmtudaginn 29. desember kl. 21.00

Birkir býr í Stokkhólmi þar sem hann starfar sem tónlistarmaður. Hann er að vinna að útgáfu plötu og er einnig að koma fram við ýmis tækifæri.  Birkir vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð þegar hann tók þátt í Idol söngkeppninni þar í landi. Hann sigraði í keppninni og hefur verið á samningi hjá Universal útgáfunni síðan. Hann hefur komið fram með afar þekktum tónlistarmönnum í Svíþjóð og lagahöfundar sem hafa unnið fyrir marga af þekkstu tónlistarmönnum heimsins hafa lýst áhuga á að vinna með honum.

Lesa meira

Eftirminnilegasta jólagjöfin ,,þegar minn besti gaf mér miða á tónleika með Bruce Springsteen"

Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra vildi hvað skiptir fólk máli á þessum tíma  og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er.  Það er Inga Vestmann í Pedrómyndum og ein aðalkonan í Dekurdögum sem fram fara í október hér í bæ árlega.  

Lesa meira