Fjarkinn í Hlíðarfjalli stöðvaðist þegar vír fór út af spori

Um 20 manns voru í Fjarkanum þegar lyftan stöðvaðist fyrr í dag. Unnið er að því að bjarga fólkinu n…
Um 20 manns voru í Fjarkanum þegar lyftan stöðvaðist fyrr í dag. Unnið er að því að bjarga fólkinu niður. Þessi mynd er á heimasíðu Hlíðarfjalls og talsvert síðan hún var tekin.

Bilun  kom upp í einni af skíðalyftunum í Hlíðarfjalli fyrr í dag, en tilkynning barst skömmu fyrir kl. tvö  um að Fjarkinn hefði stöðvast og að um 20manns væru föst  í lyftunni.  Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Súlur við að koma fólkinu úr lyftunni. Búið er að bjarga öllum úr lyftunni og allir óslasaðir en sumir nokkuð kaldir. Björgunarstarf gekk mjög vel og þakkar lögregla öllum sem þátt tóku í aðgerðinni.

 Aðgerðarstjórn Lögreglunnar á Norðurland var virkjuð. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveit var boðuð á vettvang og strax hafist handa við að koma fólkinu úr lyftunni.

 Fljótlega kom í ljós að bilunin í lyftunni stafaði af því að vír hafði losnað úr spori sínu og lyftan stöðvast við það. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast og ekki talin hætta á að það muni gerast.“ Þegar þetta er skráð er búið að ná nokkrum niður úr lyftunni og vinna í gangi við að ná þeim sem eftir eru. Þeir fá svo skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki,“ segir í frétt á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi.

 

Nýjast