Fréttir

Fyrir hvern setur þú upp kolluna?

Í dag hefst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.

Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.

Lesa meira

Einn af hverjum fimm nemendum tvítyngdir

Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í Borgarhólsskóla á Húsavík

Lesa meira

Maríanna verður nýr skólastjóri Lundarskóla

Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár

Lesa meira

Fjósakallarnir ómissandi sjálfboðaliðar

Svokallaðir Fjósakallar, sjálfboðaliðar sem unnu við að koma upp „fjósi“ við Golfvöllinn á Akureyri síðastliðinn vetur hafa ekki látið deigan síga. Þeir luku nýlega við að reisa fyrra salernishúsið af tveimur sem koma á upp við Jaðarsvöll. Það er við göngustíg við sjöunda teig en hið síðara verður við fjórtánda teig.

Lesa meira

Samningur við Súlur endurnýjaður

Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.

Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.

 

Lesa meira

VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa

Tíu vélstjórnarnemar í áfanganum Viðhald véla og kennari þeirra, Jóhann Björgvinsson, glíma við afar skemmtilegt verkefni á næstu vikum og mánuðum. Verkefnið felst í því að rífa í sundur bensínmótor Bangsa, hálfrar aldar gamals snjóbíls í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný.

Lesa meira

Aldrei fleiri skiptinemar við HA

Meiri áskorun að koma stúdentum HA erlendis

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar 2022

Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis.

Lesa meira

Iðnaðarsafninu lokað innan fárra vikna fáist ekki fjármagn

Iðnaðarsafninu á Akureyri verður lokað í síðasta lagi 1. mars næstkomandi nema til þess komi að Akureyrarbær greiði að lágmarki 7, 5 milljóna króna framlag til safnsins, sem menn þar á bæ telja sig hafa lesið út úr nýrri safnastefnu sem bærinn samþykkti síðastliðinn vetur.

Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar 2022

Íþróttabandalag Akureyrar  og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í dag þriðjudag kl 17.00.  Þar verður lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022.

Lesa meira