Fréttir

Kjarnaskógur líf og fjör á hverjum degi

Það má með sanni segja að Kjarnaskógur sé eins og ónefnd kextegund þ.e  gott báðu megin. Vetur, sumar, vor og haust skógurinn er alltaf jafn vinsæll og vel sóttur.   Mikil tilhlökkun er eftir nýja snjótroðaranum en von er á honum til bæjarins innan skamms.  

Ingi skógarmaður í Kjarnaskógi segir aðspurður ,,það styttist í stórtroðarafrétt, sá nýi kemur hér í Kjarna  upp úr áramótum,  Við þurfum tvö daga til að græja og vonumst til að hann verði kominn í brúk ca um aðra helgi,maður veit þó aldrei. 

Hann bættir við ,,þangað til sinnum við göngu og skíðaleiðum í Kjarna með snjósleðanum okkar,  ,,rúllunni” og ,,sporinu” sem hann dregur. 

 Það hefur verið mikið af glöðu fólki í skóginum nú yfir hátíðarnar að njóta útivistar í skjólinu.  seggði Ingólfur að lokum.

 

Lesa meira

Gjafmildir skákmenn

Félagar úr Skákfélagi Akureyrar komu færandi hendi í Hjalteyrargötuna í dag. Þeir héldu Jólahraðskákmót í gærkvöldi og rann þátttökugjaldið óskipt til Súlna, alls 25.000 kr.  Á myndinni má sjá Guðmund Guðmundsson varaformann Súlna taka við gjöfinni frá gjaldkera Skákfélagsins, Smára Ólafssyni.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Frá þessu segir á heimasíðu Súlna

Lesa meira

Sprenging í útgreiðslum úr Sjúkrasjóði Framsýnar

–  93 milljónir til félagsmanna

Lesa meira

Öll heimili á Húsavík ljósleiðaravædd

Árið 2019 hófst verkefni Mílu við að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki á Húsavík

Lesa meira

Geimfarinn Kathy Sullivan og Belén Garcia Ovide hjá Ocean Missions á Húsavík verðlaunaðar

Það er Könnunarsafnið á Húsavík sem veitir verðlaunin ár hvert, en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.

Lesa meira

Útgerðinni ekki vandaðar kveðjurnar hjá Framsýn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær, 29. desember. Miklar umræður urðu um kjaramál og útgerðarmönnum ekki vandaðar kveðjurnar. 

Lesa meira

Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld á Akureyri

Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00

Lesa meira

Samkomulag um kaup á björgunarbát undirritað

Í gær skrifuðu Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri f.h. Norðurþings og Birgir Mikaelsson, formaður f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars undir samkomulag vegna kaupa á nýjum björgunarbát fyrir sveitina

Lesa meira

Það er mjög skemmtilegt og gefandi að geta flutt eigin tónlist

Birkir Blær verður á sviðinu á Græna hattinum í kvöld ásamt valinkunum köppum, Vikublaðið sló á  ,,þráðinn“ til kappans og forvitnaðist um það sem í boði verður i kvöld

Tónleikar á Græna í kvöld  hvað ætlar þú að bjóða okkur uppá? Efnisskráin er mjög fjölbreytt og það verður flutt kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem ég flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist. Gömlu lögin mín verða flutt í nýjum útgáfum og svo verður eitt óútgefið lag frumflutt líka.

Lesa meira

Ráðið í starf verkefnastjóra Græns iðngarðs á Bakka

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.

Lesa meira