Fyrir hvern setur þú upp kolluna?
Í dag hefst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.