Fréttir

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn

Gunnar Rúnar Ólafsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar.  Gunnar er með MSc-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst (2021), menntaður bráðatæknir frá University of Pittsburgh School of medicine (2006) og löggildur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Lesa meira

Göngu- og hjólabrú yfir Glerá í burðarliðnum

Frumdrög að göngu- og hjólabrú yfir Glerá, frá Skarðshlíð að Glerártorgi hafa verið lögð fram. Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að þróa áfram hönnun og skoða jafnframt að setja upp gönguleið undir Glerárbrú að norðanverðu. Jónas Valdimarsson hjá Akureyrarbæ segir að frumtillögur að brú hafi verið gerðar til að unnt sé betur að átta sig á verkefninu, umfangi þess og kostnaði.

Lesa meira

Fólkið í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu

Freyvangsleikhúsið ætlar að setja á sviði leikverkið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Frumsýning verður 24.febrúar .

Lesa meira

Kufungar og skeljaskvísur

Marsibil G. Kristjánsdóttir listakona frá Þingeyri opnar listasýningu í Deiglunni á Akureyri á föstudag  kl.20.20.

Lesa meira

Stelpuhelgi að Melum

Leikfélag Hörgdæla er um þessar mundir að hefja æfingar á leikritinu Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar.  Um verður að ræða Íslandsfrumsýningu á verkinu.

Lesa meira

Innritun í leikskóla haustið 2023

Mikilvægt er að öllum umsóknum um leikskóla og umsóknum um flutning milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar n.k. Sótt er um á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Möguleikar opnast á enn frekari sókn

-Segir Ragnheiður Jakobsdóttir fjármálastjóri VERDI en  Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport sameinast í öflugt félag

Lesa meira

Af ferð og flugi á Norðurlandi.

Kannski mætti frekar segja sitjum heima engan þvæling um Norðurland því gul viðvörun er samkvæmt Veðurstofu Íslands.  Öxnadalsheiði er lokuð og eru næstu fréttir þaðan að hafa kl 17.    Vegurinn yfir Þverárfjall er ófær.  Greiðfært er þó frá Akureyri og austur yfir enn sem komið er.   Einungis éljagangur og hálkublettir á vegum og full ástæða til þess að fara varlega.

Lesa meira

Atvinnulífið kallaði eftir fjölbreyttara tækninámi

„Ég á fastlega von á að það verði góð viðbrögð og marga fýsi að stunda þetta nám,“ segir Ólafur Jónsson   verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri en frá og með næsta hausti, 2023 munu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn  í Reykjavík bjóða upp á nám í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi. Námið er fullgilt tæknifræðinám við Háskólann í Reykjavík og tekur það mið af þörfum atvinnulífsins á Norðurlandi. Það gerir fólki á svæðinu kleift að stunda námið í heimabyggð.

Lesa meira

Um 220 skip hafa bókað komu sína til Akureyrar

„Það er óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021á kórónuveirutímanum,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Alls eru bókaðar tæplega 220 skipakomur til Akureyrar í ár, en mest verður um að vera á tímabilinu frá maí og fram í september. Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11 október.

 

Lesa meira