Fréttir

Ungu fólki gert markvisst erfitt að kaupa-segir Björn Guðmundsson á Fasteingasölunni Byggð

„Ég á ekki von á að markaðurinn  nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn,“ segir Björn Guðmundsson fasteignasali hjá Fasteignasölunni Byggð á Akureyri, en heldur hægði á fasteignamarkaði nú árið 2022 miðað við það sem var árið 2021.

Lesa meira

Baldvin Þorsteinsson kaupir erlenda starfsemi Samherja Holding

Hollenskt félag Baldvins Þorsteinssonar hefur gert samkomulag um kaup á eignum hollenska félagsins Öldu Seafood og þar með erlendri starfsemi Samherja Holding. Baldvin hefur verið forstjóri Öldu Seafood undanfarin ár.

Innlend og erlend starfsemi Samherja hf. var aðskilin í tvö sjálfstæð félög, Samherja og Samherja Holding árið 2018. Í framhaldi af því var dótturfélagi Samherja Holding, Öldu Seafood , með höfuðstöðvar í Hollandi, falinn rekstur starfseminnar sem tengist sjávarútvegi í Evrópu og Norður Ameríku. Eignarhaldið hélst óbreytt. Nú hefur verið gengið frá samkomulagi um sölu eigna Öldu Seafood til annars hollensks félags undir stjórn og í meirihlutaeigu Baldvins Þorsteinssonar. Mun hið nýja félag hér eftir fara með eignarhluti Öldu Seafood í sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Lesa meira

Töfrarnir í Aukaskrefinu

Ég var að spjalla við konu hér á Akureyri og hún spurði mig, Sverrir, hvað er þetta Töfrarnir í Aukaskrefinu?  Töfrarnir í Aukaskrefinu er námskeið þar sem lögð er áhersla á að vinna í sjálfum sér og verða betri útgáfan af sjálfum sér.  Ég legg mikla áherslu á að taka 100% ábyrgð á eigin árangri, hætta að kvarta og kenna öðrum hlutum eða fólki um að þú náir ekki þeim árangri sem þú ætlar þér.

Lesa meira

Jól á dimmum tímum

-Þrjár úkraínskar konur, sem búa á Akureyri, bera saman jólahaldið hér og í þeirra stríðshrjáða heimalandi

Lesa meira

Nokkur tilboð borist í Standgötu 17

Standgata 17 var á dögunum auglýst til sölu en bæjarstjórn Akureyrar ákvaða að selja húsið sem stendur á góðum stað í bænum. Kvaðir fylgja kaupunum sbr eftirfarandi sem var að finna í söluyfirliti með þessari eign.  

Lesa meira

Lögreglan -Tilkynning til vegfarenda um Öxnadalsheiði

Tafir gætu orðið á umferð á næstu tímum á Öxnadalsheiði við Gil. Umferðaróhapp átti sér þarna stað á milli jeppabifreiðar og fólksflutningabifreiðar. Lögregla og björgunarlið er á staðnum og einungis önnur akreinin er opin. Unnið er að því að koma fólki til byggða. Engin slys urðu á fólki og biðlar lögreglan til ökumanna er fara fram hjá að sýna aðgæslu.

Lesa meira

KA menn silfurhafar Bestu deildarinnar í fótbolta gefa til barnadeildar SAk

Þeir eru ekki bara góðir í fótbolta strákarnir í  mfl karla í fótbolta hjá KA þvi þeir eru líka sannköllluð gæðablóð.  Rétt fyrir jólin heimsóttu tveir fulltrúar liðsins  barnadeild  SAk  færandi hendi.  Hópurinn gaf fjóra ísskápa, örbylgjuofn,  spjaldtölvu og  drykki í skápana. 

Þetta framtak þeirra er svo sannarlega mikilsvirði fyrir barnadeildina  og mun nýtast þar mjög vel.

Lesa meira

Vanmetnar hetjur jólavertíðarinnar

Jólin eru besti tími ársins í hugum margra og oft á tíðum nýtir fólk jólin til afslöppunar og samveru með fjölskyldu. Það vill þó gleymast að fjöldinn allur af dugnaðarforkum úti um allan bæ vinnur myrkranna á milli í jólavertíðinni. 

Lesa meira

Á hæstri hátíð nú – hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju

Það stendur heilmikið til í Akureyrarkirkju  á morgun 28 des kl 20.00  þegar þær  vinkonurnar Snæbjörg Gunnarsdóttir sópran, María Sól Ingólfsdóttir sem einnig er sópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari  bjóða til söngskemmtunnar sem þær kalla Á hæstri hátíð nú – hátíðartónleikar  í Akureyrarkirkju  

Vikublaðinu lék forvitni á að vita hvað stæði til og settum við okkur í samband við Maríu Sól sem m.a fékk Grímuna  sem besti söngvari árisns 2021  fyrir söng  í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an og inntum hana eftir þvi hvað stæði fyrir dyrum.

Lesa meira

Vegagerðin framlengir samning um siglingar Hríseyjaferju um 3 mánuði

Vegagerðin hefur framlengt samning við Andey ehf. um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógasands næstu þrjá mánuði, eða til 31. mars 2023. Þetta er gert til að siglingar Hríseyjarferju falli ekki niður en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey. Þetta kemur fram á vef Vegagarðarinnar.

Lesa meira