Fréttir

Flugfélagið Mýflug ásamt öðrum fjárfesti kaupir stóran hlut í Flugfélaginu Erni

Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt stóran hlut í flugfélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Hann segir að með sölunni sé verið að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Að sögn Harðar hefur salan ekkert með slæmt gengi í rekstrinum að gera.

Lesa meira

Sérhefti Nordicum-Mediterraneum er komið út

Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, er gestaritstjóri

Lesa meira

Frístundastyrkur fyrir árið 2023 hækkar um 5.000 kr.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 samþykktu fræðslu- og lýðheilsuráð og bæjarstjórn að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga á Akureyri. 

Lesa meira

Akureyri - Kettir mega enn vera á næturrandi

Kattareigendur sem og aðrir munu vera að velta fyrir sér hvort nú um áramót hafi skollið á sú fyrirætlan bæjarstjórnar að köttum sé óheimilt að vera á þvæling um bæinn eftir miðnætti, en samkvæmt tillögu sem fram kom var meiningin að bannið tæki gildi nú um áramót.

Lesa meira

Gott að hafa í huga.

Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg og sama gildir um rusl sem verður til vegna flugelda.

 

Lesa meira

VIÐ ÁRAMÓT

Við áramót er venja að minnast atburða liðins árs ásamt því að velta upp möguleikum á komandi árum. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan í bæjarpólítíkinni á Akureyri.

Við erum afskaplega stolt af því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé hluti af meirihluta samstarfi í fyrsta skipti síðan árið 2006. Á Akureyri er flokkurinn okkar með einvala lið af reynslumiklu fólki í bland við einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í pólítík.

Það er óhætt að segja að þetta ár hefur verið risastórt fyrir mig sem oddviti á Akureyri í stærsta stjórnmálaflokki á landinu. Árið byrjaði með prófkjöri í maí þar sem baráttan var málefnaleg og kröftug. Í kjölfarið var settur saman listi með 22 öflugum einstaklingum, körlum og konum víða að úr samfélaginu.

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Vikublaðið óskar lesendum nær og fær gleðilegs nýs árs og  þakkar samfylgdina á liðnum árum. 
Gleðilegt nýtt át!

Lesa meira

Svo rís um aldir árið hvurt um sig-Ávarp Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra við áramót.

Líðandi ár hefur verið viðburðaríkt. Segja má að hver vika, hver mánuður, hafi fært okkur skrefinu nær því að festa Akureyrarbæ í sessi sem eitt framsæknasta sveitarfélag landsins. Við gætum að kostnaði, sýnum ráðdeild og stefnum öll að settu marki, sem er að Akureyri, Hrísey og Grímsey séu ávallt í öndvegi hvernig sem á það er litið.

Lesa meira

Þakkir fyrir liðið ár

Nú hefur árið 2022 runnið sitt skeið. Það hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár, bæði fyrir mig persónulega og í pólitíkinni. Það er ávallt sérstök stund í lok árs hvers árs að setjast niður og hugsa um árið sem er að líða, sum ár eru viðburðaríkari en önnur og það má með sanni segja að þetta ár hafi verið eitt af þeim viðburðaríku. Í upphafi árs var enn heimsfaraldur í gangi sem við höfum sem betur fer náð kveðja að mestu. Nýjar áskoranir dundu yfir með innrás Rússa í Úkraínu sem enn sér ekki fyrir endann á. Við búum því enn við ákveðið óvissustig en af öðrum toga að þessu sinni. Þá voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í maí og var ánægjulegt að sjá gott gengi Framsóknar víða um land. Ég er þakklát fyrir það traust sem okkur í Framsókn er sýnt og við ætlum okkur, hvort sem það er á Alþingi eða í sveitarstjórnum víða um land, að standa undir þeirri ábyrgð og trausti sem okkur er falin.

Lesa meira

Þorsteinn Már fékk „Upphafið“ í afmælisgjöf

Stjórn Samherja færði í vikunni Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra félagsins verkið „Upphafið“ eftir Elvar Þór Antonsson, sem er nákvæmt líkan af ísfisktogaranum Guðsteini GK 140, eins og hann leit út við komuna til Akureyrar á sínum tíma.

Lesa meira