Fréttir

Fréttatilkynning-Ný ferðaskrifstofa á gömlum, traustum grunni

Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport hafa sameinast undir nafninu Verdi. Hið nýja fyrirtæki mun hafa tvær starfsstöðvar, bæði í miðbæ Akureyrar og á höfuðborgarsvæðinu

Lesa meira

SAk - Aukinn fjöldi ferðamanna árið 2022

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna sem kemur hingað til lands hefur farið vaxandi. Samhliða þeirri fjölgun má ætla að fleiri þurfi að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Margir ferðamenn sækja á bráðamóttökur / heilsugæslustöð með minniháttar áverka eða væg veikindi en það er alltaf svo að nokkrir þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einhvern tíma og fá þar sérhæfða þjónustu.

Lesa meira

Miði er möguleiki!

Á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri má finna viðtal sem Óskar Þór Halldórsson tók við Maríu Dís Ólafsdóttur sem stundaði nám við VMA en hún hlaut  í  maí 2022  fyrstu verðlaun (500 þúsund krónur) í nýsköpunarkeppninni Norðansprotanum. Hugmynd Maríu  kallar hún  Roðleður og  gengur hugmyndin út á þróun og framleiðslu á leðri úr fiskroði.

Lesa meira

Strandgata 27 Minjastofnun heimilar ekki að rífa húsið.

Á fundi Skipulagsráðs  Akureyrar i gær 10 janúar var m.a. tekið fyrir bréf  frá Vesturkanti ehf  un rif á húsinu við Strandgötu 27  og endurbyggingu nýs húss á lóðinni.

Lesa meira

Nýtt Ungmennaráð tekið til starfa

Í nóvember sl. var opnað fyrir umsóknir í Ungmennaráð Akureyrarbæjar og bárust ráðinu þó nokkrar afar frambærilegar umsóknir. Fimm sæti voru laus í ráðinu og að kosningu liðinni tóku fjórir nýir fulltrúar sæti og einn fulltrúi hlaut endur kosningu. Ungmennaráðið er fullskipað 11 ungmennum á grunn- og framhaldsskólaaldri:

Lesa meira

Við höfum alltaf val – hvað velur þú?

Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það.

 

 

 
 
Lesa meira

Vantar um 40 leikskólarými á Akureyri næsta haust

Ljóst er að Akureyrarbæ skortir leikskólarými eða nýjar deildir nú og til framtíðar en til að náist að innrita börn sem náð hafa 12 mánaða aldri í lok næsta sumars, 31. ágúst 2023 vantar um það bil 40 leikskólarými miðað við stöðuna eins og hún er núna.

Lesa meira

Aldrei meiri umferð um Vaðlaheiðagöng en á liðnu ári

„Heilt yfir gekk reksturinn vel á liðnu ári,“ segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganga, en umferð um göngin hefur aldrei verið meiri frá því göngin voru tekin í notkun. Alls voru farnar um 550 þúsund ferðir um Vaðlaheiðagöng árið 2022 sem er 4% aukning miðað við árið á undan. Í rekstraráætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,8% aukningu milli ára að sögn Valgeirs, „þannig að þetta er meira en við áætluðum og er ánægjulegt.“

Lesa meira

Hópur stúdenta í sjávarútvegsfræði og líftækni heimsótti Tromsø í Noregi

„Mér fannst mest gaman að hitta starfsfólk sem er útskrifað úr því námi sem ég stunda og er í mjög góðum stöðum innan fyrirtækis í öðru landi. Það gefur manni ákveðið sýnishorn á hversu langt maður getur farið með gráðuna,“ segir Friðbjörg María Björnsdóttir, stúdent í sjávarútvegsfræði.

Lesa meira

Jón Helgi nýr stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs

Jón Helgi tekur við stöðu stjórnarformanns af Auði H. Ingólfsdóttur sem lét af störfum um áramótin að eigin ósk

Lesa meira