Fréttir

Tónleikar á Græna hattinum í kvöld

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stenda nú fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki. Liður í átakinu er að fara hringinn í kringum landið og vera með Lífið er núna tónleika.

Lesa meira

Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki

Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.

 Gamla fiskvinnsluhúsið „algjörlega sniðið að okkar þörfum“

„Það er hreint út sagt frábært að vera hérna á Dalvík, allir íbúarnir taka vel á móti okkur og leggja sig fram um að gera alla vinnu sem þægilegasta. Sömu sögu er að segja um sveitarfélagið og öll fyrirtæki, sem eru boðin og búin til að greiða götu okkar á allan hátt. Við segjum stundum að gamni að smábærinn sé í Dalaska en ekki í Alaska, sem undirstrikar hversu heppin við erum með alla aðstöðu hérna á Dalvík,“ segir verkefnastjóri framleiðandans.

Lesa meira

Tvær opnanir í Listasafninu á Akureyri: Ragnar Kjartansson – The Visitors og safnsýningin Ný og splunkuný

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.


Lesa meira

Mæðra- og ungbarnavernd fær góða gjöf

Ladies Circle 5 er klúbbur á Húsavík þar sem konur á aldrinum 18-45 ára funda mánaðarlega yfir vetrartímann, og eiga notalega stund saman. Við erum hluti af alþjóðlegu félagasamtökunum Ladies Circle og því erum við með gott tengslanet innanlands og erlendis. Við sækjum sameiginlega fundi út um allt land tvisvar sinnum á ári og okkur stendur einnig til boða að sækja fundi erlendis. Í klúbbnum okkar hér á Húsavík er fjölbreyttur hópur af konum, en við erum 17 talsins

Lesa meira

Bakslagið í hinsegin baráttunni í fókus á jafnréttisdögum í HA

Dagana 6.-9. febrúar eru jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins, þar á meðal Háskólanum á Akureyri þar sem fjölbreytt úrval viðburða verður í boði út vikuna. Ókeypis er inn á alla viðburðina og öll hvött til að mæta sér til skemmtunar og fróðleiks

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga sátt við hótelbyggingu

Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur fengið nánari kynningu á hugmyndum um hótelbyggingu í Vaðlaskógi og ályktar:

Félagið hefur haft umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar allt frá árinu 1936 og ræktað þar skóg í 86 ár. Frá upphafi hefur markmiðið með ræktun skógarins verið að skapa yndisreit fyrir almenning til að njóta útivistar í skjóli trjánna.

 

 

 
 
Lesa meira

Á­sýnd Ís­lands og sér­staða

Milljónir manna um allan heim dreymir um að ferðast til Íslands. Orðspor landsins hefur dreifst um allar heimsálfur og er náttúra landsins og menningarminjar eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar. Ferðamönnum hefur fjölgað hratt síðustu árin og ferðaþjónustan hefur náð þeim stað að verða ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Þá er Ísland í þeirri stöðu umfram margar aðrar þjóðir að ferðaþjónustan er aftur komin á fullt skrið eftir heimsfaraldur. Því má meðal annars þakka aðgerðum stjórnvalda við heimsfaraldri Covid-19 en einnig seiglu og dugnaði þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem hér starfa. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur öll tækifæri til þess að halda áfram að vaxa og dafna en aðeins ef rétt er staðið að málum.

Lesa meira

Fékk 21 milljón úthlutað í rannsóknarstyrk

Rannsóknarverkefni undir stjórn Finns Friðrikssonar, dósents við Kennaradeild Háskólans á Akureyri, og Ásgríms Angantýssonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, fékk fyrir helgi úthlutað 21 milljón króna í rannsóknarstyrk frá Rannís. Alls nemur styrkurinn 65 milljónum til þriggja ára

Lesa meira

Fjölmenni á kynningu um „Virk efri ár“

Verkefninu er ætlað að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins en rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing skiptir afar miklu máli þegar kemur að því að bæta eigin heilsu og auka lífsgæð

Lesa meira

Styttist í að Nettó opni á nýjum stað á Glerartorgi

Nettó opnar  í næsta mánuði á nýjum stað á Glerártorgi eða þar sem áður var verslun Rúmfatalagersins.

 

Lesa meira