Fyrsti vorboðinn?
10. febrúar, 2023 - 15:20
Gunnar Níelsson - gunnar@vikubladid.is
Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins með hollenska ferðamenn frá Amsterdam. Það verður líf og fjör í norðlenskri ferðaþjónustu næstu vikur og næsta víst að Norðlendingar taka vel á móti ferðamönnum eins og alltaf. Sömuleiðis gefst þeim tækifæri til að nýta flugferðirnir til Amsterdam!
Nýjast
-
Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns
- 06.11
Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri. -
Umgengni á athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi
- 06.11
Umgengni á athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi hefur verið til umræðu hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra um skeið, en nefndin lýsti fyrir nokkru yfir vonbrigðum með að áform um tiltekt á svæðinu hefðu ekki gengið eftir. -
Sjúkrahúsið á Akureyri
- 06.11
Ísland er fámennt en stórt land. Íbúaþróun síðustu áratugi hefur á margan hátt verið óskynsamleg. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni búa nú nálægt 80% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu en 20% landsmanna á gríðarlega víðfeðmu landsvæði utan þess. Fá dæmi eru um slíka samþjöppun búsetu í nokkru landi og fyrir vikið er það flókið verkefni að tryggja öllum landsmönnum fyrsta flokks lögbundna þjónustu, þótt sannarlega sé það bráð nauðsynlegt. Það á ekki síst við um réttinn til heilbrigðisþjónustu. -
Hvar er fjárveitingin í Húsavíkurflugið?
- 06.11
Þingeyingar hafa lengi barist fyrir því að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði viðhaldið enda um mikilvæga samgöngubót að ræða, ekki síst fyrir heimamenn, ferðamenn og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. -
Kosningaloforð og hvað svo?
- 06.11
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. -
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
- 05.11
Þrjár viðurkenningar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem að þessu sinni var haldin í Eyjafirði, í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Þær voru fyrirtæki ársins, hvatningarverðlaun ársins og fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Á uppskeruhátíðinni var farið í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru. Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði. -
Harðbakur málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri
- 05.11
Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað. Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar. -
Tónlistarskóli Eyjafjarðar sá fyrsti sem fer í Græn skref
- 04.11
Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE. -
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7 nóvember
- 04.11
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefst 7. nóvember n.k. Alls hafa 31.039 atkvæðarétt í kjördæminu, flestir þeirra og það kemur ekki á óvart frá Akureyri eða 15.057 manns.