Fréttir

Enn af málum Strandgötu 3 eða BSO

Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í morgun fyrir bréf frá stjórnendum BSO þar sem þeir fara fram á framlengingu á stöðuleyfi stöðvar þeirra við Strandgötu.

Lesa meira

Nýtt gjaldkerfi á bílastæðum á Akureyri hefur virkað

Bílastæði í miðbæ Akureyrar eru allt of mörg, fjöldinn er um 1.100 í allt og gróflega áætlað er nýting á aðalbílastæðum þar of lág, rétt um 50%, en ætti að vera á bilinu frá 60 til 85%. Til samanburðar er nefnt að fjöldi bílastæða í miðborg Kaupmannahafnar er 1050 og stendur til að fækka þeim um helming í ár. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð hefur verið fram í skipulagsráði um stýringu bílastæða á Akureyri og innleiðingu gjaldskyldu.

Lesa meira

Hringferð Volaða Lands

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd hér á landi 10. mars næstkomandi. Í framhaldinu hyggst leikstjórinn ásamt aðalleikurunum þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Elliott Crosset Hove halda í hringferð um landið með myndina. Þannig er ætlunin að hafa sérstakar sýningar þar sem áhorfendum gefst tækfiæri til að spjalla við leikstjórann og leikarana að sýningu lokinni. Þessar sýningar munu fara fram þann 10. mars á Ísafirði, 11. mars á Patreksfirði og á Akureyri og 12.mars á Seyðisfirði.  

Lesa meira

Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710

Samherji hefur bætt skipi við flota sinn með kaupum á  Christina S sem var skoskt uppsjávarskip og er það komið til Reykjavikur.   Skipið hefur verið skráð hér á landi og ber nafnið Margrét EA 710 en áður hefur Samherji átt þrjár Margrétar.

Lesa meira

Lundarskóli sigraði upplestrarkeppni grunnskólanna

Í aðdraganda hátíðarinnar var einnig blásið til keppni meðal 7. bekkja um besta veggspjaldið. Teikning eftir Unu Björk Viðarsdóttur nemanda í 7. bekk Glerárskóla sigraði og prýddi veggspjald Upphátt 2023, viðurkenningarskjöl og boðskort keppninnar

Lesa meira

Ánægja með Loftbrú og nýtingin góð

Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar

Lesa meira

Saga Menntaskólans á Akureyri í hnotskurn

Menntaskólinn á Akureyri rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns Helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli var dómstóli eða katedralskóli eins og þeir sem stofnaðir voru við flestar höfuðkirkjur í Evrópu á síðmiðöldum. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085, en í Lundi hlaut Jón Ögmundarson, fyrsti biksup á Hólum og stofnandi skólans, vígslu en fyrsti skólameistari á Hólum var Gísli Finnsson af Gautalandi.

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira

Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar varð Íslands­meist­ari í ís­hokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úr­slita­keppn­inn­ar í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigr

Lesa meira

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000 um helgina!

Stundum er sagt að ef eitthvað hljómi of vel til að vera satt sé það nú liklega einmitt það sem er.  Þessi fullyrðing á þó alls ekki við um kostaboð sem fólki býðst á ferð til Kaupmannahafnar um helgina með Niceair
Súlur flugvél félagsins er i reglubundinni skoðun í Portúgal  og mun stærri flugvél leysir Súlur af.  Það þótti því kjörið að bjóða ,,næs" tilboð eða eins  og segir i tilkynningu frá félaginu í morgun:
Lesa meira