Fréttir

Framtíð Mærudaga könnuð

Þann 28. febrúar nk. verður íbúafundur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík þar sem Mærudagar og framtíð þeirra verða til umræð

Lesa meira

Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið?

„Er aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum 12 ára eða 13 ára?“

Þetta er algeng spurning frá bæði börnum og foreldrum þegar að ég ræði við þau um samfélagsmiðla í fræðsluerindum. Inná App Store stendur 12 ára en í skilmálum samfélagsmiðlanna stendur 13 ára. Af þessu tvennu trompa skilmálar framleiðandans rangar vörumerkingar endursöluaðilans og aldurstakmarkið inn á flesta samfélagsmiðla er því 13 ára.

 Þetta ósamræmi er þó ruglingslegt og vekur upp spurningar um það hver hafi ákveðið að samfélagsmiðlar væru viðeigandi fyrir 13 ára börn og af hverju? Stutta svarið er samfélagsmiðlarnir sjálfir og ástæðan er á einföldu máli sú að persónuverndarlöggjöf bannar þeim að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Vernd barna gegn skaðlegu efni kemur hér málinu ekkert við.

Lesa meira

Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hefur lengst

Biðlistinn eftir félagslegu húsnæði hefur lengst milli ára og segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs að biðlisti sé helst eftir minni íbúðum en hún horfi björtum augum framá við og sjái mörg jákvæð teikn á lofti um að breyting verði á.

Lesa meira

Tugmilljónatjón af völdum smitandi veiruskitu

Tugmilljónatjón hefur orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir veiruna haga sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og eru dæmi þess að hún hefur borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.

Lesa meira

Eimur hlýtur styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

Alls bárust að þessu sinni 78 umsóknir um rannsóknarverkefni með samanlögðum óskum um 256 m.kr. til verkefna á árinu 2023 en til ráðstöfunar voru 67 m.kr.

Lesa meira

Verkefnið Virk efri ár á Akureyri

„Með þessu verkefni erum við að svara kalli frá Félagi eldri borgara á Akureyri um aukið framboð á hreyfingu og virkni,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ. Virk efri ár er verkefni sem hefst á Akureyri innan tíðar og hefur að markmiði að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Verkefninu er ætlað að styðja og auka hreyfingu eldri íbúa sveitarfélagsins, enda alkunna að regluleg hreyfing bætir heilsu og eykur lífsgæði.

Héðinn segir að ekki sé síður mikilvægt fyrir fólk í þessum aldurshópi að koma saman og eiga góða stund. Fólk mæti á æfingar, stundi íþróttir við hæfi og geri þannig eitthvað skemmtilegt með öðru fólki. „Þetta hefur mikið félagslegt gildi fyrir þátttakendur, fólk kemur saman, hlær og leikur sér og hefur gaman.“

Lesa meira

Kallað eftir því að framhald verði á ráðstefnunni

-Segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri en viðbragðsaðilar almannavarna komu saman á ráðstefnu á Húsavík um síðustu helgi. Mynd/epe

Lesa meira

Allir í leikhús – stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða

Að venju taka stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur þátt í að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn fari þeir á leiksýningarnar sem verða í boði í vetur hjá Leikfélagi Húsavíkur og Leikdeild Eflingar í Reykjadal. 

Lesa meira

Þjónustu og ráðgjafasetrið Virkið grípur ungmenni sem falla milli kerfa

 „Við finnum fyrir því eftir heimsfaraldurinn,  að æ fleiri þurfa á stuðningi að halda til að komast af stað út í lífið á ný og á það bæði við um þá sem leita að atvinnu og eða námi.  Andleg heilsa er vaxandi vandamál í samfélaginu er því mikilvægt að bregðast við með markvissum hætti og sterku stuðningsneti. Það er okkar hlutverk að styðja þau og aðstoða við að finna réttar leiðir og lausnir að því markmiðið að verða virkir þátttakendur í þjóðfélaginu á nýjan leik,“ segja þau Orri Stefánsson og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir sem starfa hjá Virkinu á Akureyri.

Lesa meira

Búið að vera þrautaganga að ná þessu

Kjara­samn­ing­ar hafa náðst á milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, samningar sjómanna höfðu verið lausir síðan 2019  en skrifað var und­ir í Karp­hús­inu fyrrakvöld eins og kunnugt er  . Samn­ing­arn­ir eru til tíu ára sem er líklega einsdæmi. Þeir gilda fyrir öll aðild­ar­fé­lög Sjó­manna­sam­bands­ins. Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa einnig náð samn­ing­um.

Lesa meira