27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Hundraðshöfðingi í Blóðbankanum
Hér i bæ er banki starfræktur sem treystir algjörlega á innlegg vildarvina bankans og allir stýrivextir heimsins koma þessum banka alls ekki við. Við erum að tala um Blóðbankann sem er með útibú á Glerártorgi eins og kunnugt er. Bankastarfsmenn þar sendu tilkynningu í morgun á Facebook síðu þeirra um góðan gjafara hundraðshöfðingja eins og þær segja sem var að koma í 100 skiptið með innlegg og það verður að teljast ansi vel gert.
Færsla Blóðbankans er svona
,,Hundraðshöfðingi
Tryggvi Þór Gunnarsson gaf blóð í hundraðasta skiptið hjá okkur áðan. Við þökkum honum fyrir allar gjafirnar og óskum honum til hamingju með árangurinn.
100 gjafir eru 45 lítrar af blóði.“
Rétt er að minna á að blóðgjöf er lífsgjöf og því ástæða til þess að hvetja alla sem geta og vilja að koma við hjá í Blóðbankanum og ,,leggja“ örlítið inn.