6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky
Skautafélag Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úrslitakeppninnar í Skautahöllinni á Akureyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigra.
Þær voru ekki i teljandi vandræðum með að leggja lið Fjölnis að velli í þriðja leiknum og 5-1 sigur staðreynd. Með þessum sigri var sautjándi Íslandsmeistaratitil kvennaliðs SA í röð staðreynd.
Svo margir Íslandsmeistaratitlar i röð er einsdæmi og Íslandsmet, kæmi reyndar ekki á óvart ekki fyndist annar eins árangur og það þó mjög víðar væri leitað þ.e að sama félag sé landsmeistari sautján ár í röð.
Innilega til hamingju Skautafélag Akureyrar.