6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Akureyri-Bæjarstjórn vill skoða gerð samgöngusamninga
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag tillögu Hildu Jönu Gísladóttur þess efnis að kannað væri með gerð samgöngusamninga við starfsmenn bæjarins.
Tillagan er svohljóðandi
,,Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur áhuga á því að taka fyrstu skrefin við innleiðingu samgöngusamninga við starfsmenn sveitarfélagsins á árinu 2024, með það að markmiði að stuðla að vistvænni lífsstíl, bæta líðan og hvetja til þess að starfsfólk ferðist til og frá vinnu með öðrum hætti en á einkabílnum.
Samgöngusamningarnir verði hluti af aðgerðaráætlun umhverfis- og loftslagsstefnu sem nú þegar er í vinnslu. Mannauðs- og fjársýslusviði er falið að leggja fram tillögur að sviðsmyndum við innleiðingu samgöngusamninga og kostnaði við þá. Bæjarstjórn taki að lokum afstöðu til þess hvaða sviðsmynd henti og gert verði ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024.“