27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum
FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti á Akureyri. Fundurinn fer fram á Hótel KEA, miðvikudaginn 8. mars kl. 13.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FSRE
FSRE leitar nú aðila til að hanna og byggja 1.706 fermetra heilsugæslu, auk 500 fermetra bílakjallara. Framkvæmdin verður að fullu fjármögnuð af ríkinu en Akureyrarbær leggur til lóðina. Kynningarfundur um verkefnið fer fram á Hótel KEA, 8. mars kl. 13.30. Stendur fundurinn til 15.00.
Á fundinum mun Hildur Georgsdóttir aðallögfræðingur FSRE kynna alútboðsformið og Ólafur Daníelsson framkvæmdastjóri hjá FSRE kynna verkefnið. Að erindum þeirra loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal.