Enn af málum Strandgötu 3 eða BSO

Fær að standa um stund  Mynd Vb
Fær að standa um stund Mynd Vb

Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í morgun fyrir bréf frá stjórnendum BSO þar sem þeir fara fram á framlengingu á stöðuleyfi stöðvar þeirra við Strandgötu.

Bæjarráð veitir leyfi en í takmarkaðan tíma því eins og segir í afgreiðslu meirihluta ráðsins.

,, Nú liggur fyrir að undirbúningur er hafinn við úthlutun á byggingarlóð á þessu svæði og í því ljósi getur bæjarráð ekki framlengt stöðuleyfi nema til þess tíma er framkvæmdir geta hafist. Bæjarráð samþykkir því að framlengja stöðuleyfi leigubílastöðvar til 1. febrúar 2024 og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnendur BSO.“

Hilda Jana Gísladóttir S lista sat hjá við afgreiðsluna.   Hilda Jana og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista létu bóka ,,  Það er miður að Akureyrarbær sé enn ekki búinn að ljúka þeim undirbúningi sem þarf til að hefja uppbyggingu og bæta aðgengi og umferðaröryggi á svæðinu.“

Nýjast