Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710

Margrét  EA 710 við komuna til Reykjavikur í gær.    Mynd samherji.is
Margrét EA 710 við komuna til Reykjavikur í gær. Mynd samherji.is

Samherji hefur bætt skipi við flota sinn með kaupum á  Christina S sem var skoskt uppsjávarskip og er það komið til Reykjavikur.   Skipið hefur verið skráð hér á landi og ber nafnið Margrét EA 710 en áður hefur Samherji átt þrjár Margrétar.

Skipið var smíðað í Noregi árið 2008, það er 72 metar á lend og 15 metrar á breidd og er velbúið.  Þrettán kælitankar eru í Margréti og rúma þeir rösklega 2000 tonn af fiski

Ætlunin er að Margrét EA haldi fljótlega til veiða á loðnumiðin.

Skipstjóri hins nýja skips er Hjörtur Valsson

Frá þessu segir á vef  Samherja i dag.

Nýjast