Sýningar á Njálu á hundavaði hefjast um helgina
Sýningar á Njálu á hundavaði hefjast föstudagskvöldið 22. september í Samkomuhúsinu.
Hinn óviðjafnanlegi dúett, Hundur í óskilum, snýr aftur í Samkomuhúsið og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.
Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.
Leikarar eru sem fyrr Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sem einnig er höfundur verksins. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.