Tvær skriður féllu í Dalsmynni og loka veginum

Þessi mynd var tekin í morgun við aðra skriðuna. Mynd facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Þessi mynd var tekin í morgun við aðra skriðuna. Mynd facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Sannarlega hefur úrkoman og vindurinn síðasta sólarhring haft talsverð áhrif á Norðurlandi eystra segir Lögreglan á Norðurlandi eystra á facebook síðu sinn.

Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.

„Þá viljum við hvetja íbúa á Siglufirði til að vera ekki að óþörfu í nálæð við húsið sem þakið rifnaði af í gærkveldi, það eru enn lausamunir að fjúka til og frá,“ segir lögregla.

 

Nýjast