Smíðasamningur undirritaður á morgun

Samningur um smíði líkans af ,,Spánverjunum
Samningur um smíði líkans af ,,Spánverjunum" verður undirritaður á morgun miðvikudag kl 11

Hópur sem Sigfús Ólafur Helgason leiðir á Facebook og hefur það að markmiði að smíðað verði líkan af ,,Spánverjunum“ en það voru togarar ÚA Kaldbakur  og Harðbakur  oft nefndir en skipin voru smíðuð í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Hópurinn boðar til samkomu á morgun  miðvikudag á dekkkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við löndunarbryggju hjá ÚA og hefst hún kl 11. 

Tilefnið er undirritun á smíðasamningi við Elvar Þór Antonsson  um smíði hans á líkani af  ,,Spánverjunum."  Í desember á næst ári verða liðin  50 ár frá komu þessara þá nýju togara til landsins.

 Sigfús sem stóð fyrir sambærilegri söfnum  svo hægt væri að smiða líkan af ,,Stellunum“ og Vikublaðið hefur greint frá setti á flot söfnun  til að fjármagna  smiði á ,,Spánverjunum“  Nú hefur safnast sú upphæð að óhætt er að skrifa undir smíðasamning.   Það verður sem fyrr listasmiðurinn Elvar Þór Antonsson frá Dalvík sem  smíðar..

 Í tilkynningu segir.:

,, Ágætu félagar.  

Á morgun kl 11.00 verður skrifað formlega undir samning við Elvar Þór Antonsson um smíði líkans af Spánverjatogara ( Kaldbak EA 301 Harðbaks EA 303.)

Athöfnin fer fram á dekkinu um borð í Kaldbaks EA 1 sem liggur við löndunarbryggjuna hjá ÚA.

Þeir sem ætla að vera viðstaddir athöfnina sem ég vona að verði sem flestir þurfa áður en þeir fara um borð í Kaldbak klæðast sýnileikavesti og vera með öryggishjálm sem verður afhent við landganginn.

Fréttir af söfnuninni.

Sá sem næst leggur inn á sjóðinn mun væntanlega rjúfa fimmtán hundruð þúsund króna múrinn.

Hver vill ekki vera með í því?“

Rétt er að minna á að reikningsúmer söfnunarinnar er 0511-14-036622. Kt. 290963-5169

Nýjast