30. október - 6. nóember - Tbl 44
Hækkar verð á reið og rafmangshjólum um áramót?
Endurgreiðsla á virðisaukaskatti af nýjum reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum fellur niður um áramótin en ekkert hefur veið gefið út um framhald á endurgreiðslunni af hálfu ríkisstjórarinnar, en um er að ræða allt að 48 þúsund krónur fyrir hvert reiðhjól og allt að 96 þúsund krónur fyrir hvert rafmagnsreiðhjól sem keypt nýtt frá hjólreiðaverslunum. Gætu verð hjólanna hækkað sem þessu nemur verði endurgreiðslan ekki framlengd.
Á Akureyri og nágrenni hefur verið mikil sala á rafhjólum undanfarin ár og hafa fjölmargir tekið upp hjólreiðar aftur með tilkomu rafhjólanna. Það líður ekki sá dagur að ekki sjáist fjöldinn allur af skærklæddum knöpum á vel búnum rafhjólum á leið til leiks eða starfa.
Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið upp samgöngusamninga á Akureyri og má þar nefna stærri fyrirtæki bæjarins eins og Samherja, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Norðurorku og verkfræðistofur bæjarins sem bjóða fastráðnu starfsfólki sem fer 60% ferða á hjóli eða meira til vinnu á mánuði greiðslu fyrir.
Akureyrarbær stefnir svo á innleiðingu samgöngustyrkja á næsta ári en Reykjavíkurborg gerði slíkan samning við starfsfólk árið 2017; hver starfsmaður í 50% til 100% starfi getur fengið 6.000 kr. greiðslu á mánuði, 72.000 kr. á ári, en þeir sem eru í 33% til 49% starfi 3.000 kr. á mánuði, alls 36.000 kr. á ári.
Það má því segja að endurgreiðslan af virðisaukaskattinum nemi rúmlega einum samgöngustyrk á ári og vel það.
Svo virðist sem stærri hjólabúðir landsins bjóði viðskiptavinum sínum uppá að panta sér rafhjól á betra verði í forpöntun og eru auglýsingar frá tveimur af stærstu rafhjólaverslunum bæjarins mjög sýnilegar á samfélagsmiðlum.
Við höfðum samband við Egil Einarsson í Útisport sem hefur selt rafhjól frá því þau komu fyrst á markað hérlendis og spurðum hann um hvernig rafhjólamarkaðurinn væri og hvers væri að vænta.
,,Rafhjólasala hefur verið jöfn og góð undanfarin ár og svo virðist sem flestir sem kaupi sér rafhjól noti þau sér ýmist til heilsubótar, félagsskaps eða til samgangna og hafa þónokkrir fækkað um bíl á heimilinu með tilkomu rafhjóla. Oftar en ekki hefur verið keypt hjól inná heimili og svo oft ári síðar eða fyrr bætist annað á heimilið og þetta verður fjölskyldusport”
En hvað telur Egill að gerist ef endurgreiðsla rafhjóla fellur niður um áramót.,
,Við stöndum í þeirri von að þessu verði reddað af ríkisstjórninni eins og þeir gerðu með rafbílana í fyrra en vitum í raun ekkert um það. Fyrir bæ eins og Akureyri hefur stórfjölgun rafhjóla breytt alveg heilmörgu þó ekki væri nema að stór hluti starfsfólks sjúkrahússins, starfsfólks í miðbænum og víðar þar sem daglegur skortur er á bílastæðum er farið að mæta á hjólum til vinnu má segja að eitt hjól sparar eitt bílastæði og einhver sagði að hvert bílastæði kostaði allt að 5 mílljónunum. Þá erum við ekki byrjaðir að tala um alla þá heilsubót sem þessu fylgir og bara það sparar útum allt, færri veikindadagar, færri læknisferðir og svo framvegis. Það má því segja að við séum með lýðheilsumálin, umhverfismálin og samgöngumálin sem öll njóta góðs af þessarri endurgreiðslu virðisaukaskatts” sagði Egill að endingu.