20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
atNorth fær lóð við Hlíðarvelli
Fyrirtækið atNorth hefur sótt um lóð við Hlíðarvelli, sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan við núverandi lóð fyrirtækisins. Þar hefur fyrsti áfangi gagnavers fyrirtækisins verið tekin í notkun. Lóðin sem um ræðir er tæplega 8 þúsund fermetrar að stærð.
Fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað og erindinu vísað til bæjarráðs sem hefur með atvinnumál að gera en sú tillaga var felld á fundi ráðsins.Meirihluti skipulagsráðs samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að lóð B við Hlíðarvelli 1 yrði úthlutað til atNorth án auglýsingar.
Fulltrúar B lista, V-lista og S-lista í skipulagsráði bókuðu að þeir teldu skipulagsráðs ekki hafa forsendur að svo stöddu til að taka upplýsta ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu gagnavera í bæjarlandinu og að „Sveitarfélagið þyrfti að setja sér stefnu varðandi uppbyggingu slíkra vera. „Það liggur ekki fyrir hversu orkufrek þessi uppbygging er og hvert svigrúmið er þá til annarra stórnotenda sem mögulega hefðu hug á atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir í bókun fulltrúanna.