20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Leiklestur á And Björk, of course
Fyrsti leiklestur af And Björk, of course.. fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í liðinni viku Mynd MAK
Fyrsti leiklestur af And Björk, of course.. fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í liðinni viku. Verkið verður frumsýnt 23. febrúar.
And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn. Þorvaldur var myndlistarmaður og rithöfundur og einna þekktastur fyrir barnaverkið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn.
Leikstjóri And Björk, of course.. er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af Jóni Gnarr, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Eygló Hilmarsdóttur, Örnu Magneu Danks, Davíð Þór Katrínarsyni, Maríu Pálsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir.