Alice Harpa yfirsálfræðingur hjá HSN

Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf yfirsálfræðings hjá HSN
Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf yfirsálfræðings hjá HSN

Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráði  í starf yfirsálfræðings hjá HSN. Pétur Maack Þorsteinsson sem gengt hefur stöðinni er að fara í leyfi vegna annarra verkefna.

Alice Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af starfi sem sálfræðingur og stjórnandi. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á SAk samhliða því að reka og starfa á eigin stofu. Hún var einnig áður yfirsálfræðingur á SAk.

Hjá sálfélagslegri þjónustu HSN starfa nú 15 starfsmenn auk þess sem gengið hefur verið frá ráðningu tveggja sálfræðinga sem hefja störf nú á nýju ári. Sálfræðingar HSN veita börnum og fullorðnum sálfræðimeðferð. Þjónusta er veitt bæði í stað- og fjarviðtölum, einstaklings – og hópameðferð.

Nýjast