Trausti Jörundarson formaður SjóEy ,,Ég óska sjómönnum til hamingju með ný samþykktan kjarasamning"

Trausti Jörundarsson formaður Sjómannafeálgs Eyjafjarðar
Trausti Jörundarsson formaður Sjómannafeálgs Eyjafjarðar

,,Þetta er búið að taka vel á að koma þessu í gegn en það tókst á endanum með yfirburðakosningu eins og tölurnar sýna.“

Niðurstaðan er afgerandi finnst þér?  ,,Já heldur betur og þátttakan í kosningunni líka góð eða um 53%  Þær breytingar sem gerðar voru frá fyrri samningi hafa líka skilað því að fleiri voru sáttir og það er gott.“

Þannig að sjómenn hafa nú gildandi kjarasamning en hve lengir voru samningar lausir?  ,,Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2019 þar til nú.“

Þú ert kátur formaður í dag?   ,,Ég er allavegana mjög sáttur og þau réttindi sem þetta færir mínum félagsmönnum eru þeim mikilvæg og það er það sem skiptir máli. Þeir hælbítar sem hafa haldið umræðunni gjörsamlega í ræsinu varðandi þennan samning eru meira og minna ekki starfandi sjómenn og það er alltaf gott að geta gagnrýnt störf annarra í fjarska í gegnum netið en þora ekki að ræða hlutina á uppbyggilegan hátt. Það er átakanlegt að menn sem ekki starfa sem sjómenn halda úti síðu á fésinu þar sem allri umræðu er stjórnað og þeir sem tala með þessum samning hent út.“

 Reiknar þú með því að þær raddir þagni núna eða áttu von á frekari skrifum? ,,Stjórnandi síðunnar er Pípari og auglýsir þessa síðu sem eingöngu fyrir sjómenn sem er náttúrulega algjört grín Þeir þagna ekki og eru nú þegar byrjaðir að röfla eitthvað út í loftið  Ég vona bara að menn hafi það í huga þegar þeir lesa það sem þarna stendur að þetta er meira og minna algjört rugl.“

 Ætlunarverk þeirra að fá sjómenn til að fella samning en hvað veldur þessu?  ,,Ég veit ekki afhverju þetta er svona og ætla ekki að reyna að skilja þetta“

Formaðurinn  bætir við ,,Hjá Sjómannasambandi Íslands ríkir mikil sátt um samninginn og það er það sem skiptir máli. Við höfum unnið að þessu af heilindum og margir komið að gerð þessa samnings. Við vorum með fund hjá Ríkissáttasemjara í lok janúar þar sem 40 sjómenn og fulltrúar þeirra mættu til að ræða samninginn og uppfrá þeim fundi var gengið frá þessu.

Ég óska sjómönnum til hamingju með ný samþykktan kjarasamning“  sagði Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar að lokum.

 

 

Nýjast