50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári

Frá Kópaskeri   Mynd Visit  North Iceland
Frá Kópaskeri Mynd Visit North Iceland

Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.

Formaður byggðarráðs lagði til að óskað yrði eftir því við hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar að taka til umræðu möguleika á að minnast þessa á árinu 2026 og þá með hvaða hætti það verði best gert.

Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Miklar skemmdir urðu á húsum á Kópaskeri, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik.

 

Nýjast