Stjórn SSNE Þungar áhyggjur vegna lokunar flugbrauta
Stjórn SSNE tekur undir ályktanir sveitarstjórna á Norðurlandi eystra sem og yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
„Þessi lokun mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga sem þurfa á bráðri læknisþjónustu að halda og er það er óásættanlegt að lífslíkur og batahorfur sjúklinga séu í hættu vegna þessara takmarkana,“ segir í ályktun frá stjórn SSNE.
Stjórn SSNE krefst tafarlausra aðgerða til að tryggja aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli, þar sem þetta er lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Það er skýr krafa að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrauta 13 og 31 án tafar.
„Þessi lokun mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga sem þurfa á bráðri læknisþjónustu að halda og er það er óásættanlegt að lífslíkur og batahorfur sjúklinga séu í hættu vegna þessara takmarkana,“ segir í ályktun frá stjórn SSNE.
Stjórn SSNE krefst tafarlausra aðgerða til að tryggja aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli, þar sem þetta er lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Það er skýr krafa að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrauta 13 og 31 án tafar.