20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Norðurorka hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum
Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fjórtánda sinn í Hörpunni þann 29. febrúar síðastliðinn. Á ráðstefnunni sem haldin er árlega er fjallað um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum.
Rúsínan í pylsuendanum voru Forvarnaverðlaun VÍS en þau hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað var í tveimur flokkum og er horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun meðal starfsfólks.
Í flokknum stærri fyrirtæki var Norðurorka í hópi þeirra þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru til Forvarnarverðlauna VÍS og hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.
Við erum afar stolt og glöð að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem leggur áherslu á öryggi í allri sinni starfsemi og munum halda ótrauð áfram á sömu braut. Gert var myndband í kjölfar tilnefningarinnar þar sem farið er yfir þær ýmsu hliðar öryggismála sem hugað er að í starfseminni.