20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór
Eins og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin. Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.
,,Tilfinningin er mjög góð, mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór aftur eftir 18 ár. Þó að það sé ýmislegt sem við munum sakna frá Þýskalandi þá er mikil eftirvænting í öllum að koma heim."
Hafði þetta langan aðdraganda? ,,Já og nei, það er svolítið síðan sem við vorum fyrst í sambandi. En það var svo núna síðustu daga og vikur sem hlutirnir gerðust nokkuð fljótt allt fór að smella."
Önnur félög höfðu áhuga en kom eitthvða annað en Þór til greina hjá þér? ,,Það var áhugi til staðar annarstaðar, en hjá okkur fjölskyldunni var í rauninni bara tvennt í stöðunni. Að vera áfram hérna í Balingen þar sem okkur líður mjög vel eða koma heim í Þór."
Hvað er samningurinn til margra ára? ,, Þetta er tveggja ára samningur."
Þórsliðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum en hefur kannski vantað reynsluna þú hjálpar vel til þar? ,,Já það er mikill efniviður til staðar í liðinu og margir að sanka að sér mikilvægri reynslu núna í 2.deildinni og svo reyndari menn í bland. Ég kem eflaust með einhverja reynslu inní liðið, fyrst og fremst vill ég hjálpa liðinu og félaginu að ná markmiðum sínum næsta vetur, hvort sem það verði í efstu eða næstefstu deild."
Hvar viltu sjá Þorsliðið í handbolta eftir 2-3 ár? ,,Spilandi í efstu deild fyrir framan fullt hús af Þórsurum."