Fyrsta sérhannaða heilsugæslustöðin á Akureyri tekin í notkun

Fjölmenni fagnaði merkum tímamótum  þegar ný heilsugæslustöð var tekin í notkun, sú fyrsta sem sérhö…
Fjölmenni fagnaði merkum tímamótum þegar ný heilsugæslustöð var tekin í notkun, sú fyrsta sem sérhönnuð er utan um þá starfsemi. Myndir MÞÞ

„Það er almenn ánægja með útkomuna, þetta verkefni hefur tekist einstaklega vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var viðstaddur opnun, ásamt nokkrum þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarfólki og öðrum gestum. Luku viðstaddir lofsorði á hvernig til hefur tekist.

Jón Helgi segir að um sé að ræða fyrstu heilsugæslustöðina á Akureyri sem sérhönnuð er fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Stöðin var starfandi í Amaróhúsinu í miðbæ Akureyri í um það bil fjóra áratugi og hafði löngu sprengt utan af sér það  húsnæði, þannig að þrengsli voru mikil og eftir að mygla greindist í húsinu fyrir nokkrum misserum var hafin leit að nýju húsnæði.

Sjá nánar í Vikublaðinu n.k. fimmtudag.

Áskriftarsími okkar er 860 6751

Nýjast