Þyrlureykur og kynjaveislur
Spurningaþraut Vikublaðsins #25
„Fjöldi fólks mætti og mikil gleði meðal þess,“ segir Níels Hafstein sem rekur Safnasafnið á Svalbarðseyri ásamt eiginkonu sinni Magnhildi Sigurðardóttur og fimm öðrum í stjórn. Í ár var boðið upp á þjóðbúningadag á síðasta degi sumarsýninganna og var hann einkar vel heppnaður.
Erfiðlega hefur gengið að fá bráðalækna til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir auglýsingar og alls kyns mannaveiðar. Nú eru rúmlega þrjú stöðugildi sérfræðinga við bráðamóttöku setin og til að hafa mannskap í klíníska vinnu 12 klukkustundir á sólarhring fimm daga vikunnar var ákveðið að gera tilraun með fjarvaktir.
Fyrstu stúdentarnir í iðnaðar- og orkutæknifræði við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófu nám í ágúst. Í HA hlýða stúdentar á fyrirlestra í beinu streymi á sama tíma og kennsla fer fram í HR. Þá sér aðstoðarkennari um dæmatíma og aðstoðar stúdenta á staðnum í kennslustofu í HA.
Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.
Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar áttu í dag fund með innviðaráðherra og lykilstarfsfólki innviðaráðuneytisins vegna Húsavíkurflugs
Nýtt björgunarskip Björgunarsveitarinnar Garðars kom til heimahafnar á Húsavík rétt í þessu.
Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr HFA keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hjólreiðum um helgina. Allar bestu hjóreiðakonur Evrópu leiða saman hesta sína og má þar meðal annars finna heimsmeistarann 2023, Lotte Kopecky frá Belgíu og Demi Vollering frá Hollandi sem sigraði Tour de France Femme fyrr í sumar
Framsýn stéttarfélag hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda fluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur áfram eftir 1. október en Flugfélagið Ernir hefur boðað að hætta fluginu frá þeim tíma á rekstrarforsendum. Öll önnur áætlunarflug á Íslandi eru eða hafa notið ríkisábyrgðar eða njóta ríkisstyrka í dag
Þriðja árið í röð veitir Umhverfisráð Háskólans á Akureyri Grænu kennsluverðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín. Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs afhenti verðlaunin í ár fyrir hönd ráðsins.