20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Listaverk unnin úr mosa á Kaffi Lyst
Listakonan Marzena er heilluð af náttúrunni, en hún verður með sýningu sem henni tengist í Kaffi Lyst í Lystigarðinum á Akureyri dagana 23. og 24. mars næstkomandi.
„Mosalistin mín byrjaði sem sambland af ást til náttúrunnar og áhuga á handverki. Mosaskreytingar eru mjög einstakar og fallegar innanhússkreytingar. Það er eitthvað einstakt og róandi við það. Mosalist er mjög vinsæl í Evrópu líka á opinberum stöðum, sérstaklega hótelum, heilsulindum, skrifstofum, snyrtistöðum, veitingastöðum,“ segir Marzena í tilkynningu.
Ég nota nokkrar tegundir af mosa sem er varðveittur í glýseríni og litarefnum. Hann er ekki lifandi lengur en heldur fersku útliti og stinnleika. Mosinn þarf ekkert viðhald, þarf bara að halda honum frá hitagjafa, beinu sólarljósi og vatni. Þegar loftraki er lágur verður mosinn stífari en þegar raki hækkar verður hann aftur þéttur og mjúkur,“ segir hún enn fremur. Marizena flytur inn mosa frá Póllandi en upprunalega kemur hann frá Ölpunum, Finnlandi og Kaukas