Vinna við nýja kirkju í Grímsey heldur áfram
Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna. Strax var hafist handa við að safna styrkjum til að hanna og reisa nýja kirkju.
Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna. Strax var hafist handa við að safna styrkjum til að hanna og reisa nýja kirkju.
Stór og kostnaðarsöm viðhaldsverkefni hafa komið upp hjá Akureyrarbæ á árinu. Verkefnin hafa verið í gangi í sumar og af þeim hlotist mikill kostnaður. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskaði eftir viðauka upp á 150 milljónir króna fyrir liðinn viðhald fasteigna og hefur bæjarráð samþykkt þá upphæð með fjórum greiddum atkvæðum.
Áætlaðar voru tæplega 705 milljónir króna í viðhald á þessu ár og skiptist upphæðin í þrjá flokka, fastan kostnaður sem var 200 milljónir, ófyrirséð viðhald, 100 milljónir króna og fyrirséð viðhald upp á tæplega 405 milljónir króna. Talsverður fjöldi verkefna í flokknum ófyrirséð viðhald hafa óvænt komið upp og því ekki gert ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlun. Að auki bætist við kostnaður sem hlaust vegna leikskóladeilda sem settar voru upp í tveimur grunnskólum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri samþykkti í byrjun september sl. að setja á stofn hóp til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda og kjaramál. Í hópnum eru 9 manns fjórar konur og fimm karlar og er þess gætt að í honum séu fulltrúar margra hópa og stétta til að sjónarmið sem flestara komi fram í starfi hópsins.
Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni
,,Við teljum einsýnt að skortur sé á trausti milli aðila, í allri umræðu um fyrirhugaða sameiningu/samstarf VMA og MA. Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira. Við leggjumst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á forsendum sparnaðar og hvetjum ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Á fundinum var m.a. um fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Þverpólitísk bókum sem allir bæjarfulltrúar standa að nema einn sem telur sig ekki geta staðið að slíkri bókun vegna starfa sem kennari við VMA leit dagsins ljós.
Í morgun var undirritaður samningur um smíði líkans af ,,Spánverjunum" en svo voru þeir Harðbakur og Kaldbakur togarar ÚA gjarnan nefndir. Athöfnin fór fram á dekkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við landfestar við löndunarbryggju ÚA.
Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að verkefninu flutti við þetta tilefni nokkur orð sem koma hér.
Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn í gær.
Hinn óviðjafnanlegi dúett, Hundur í óskilum, snýr aftur í Samkomuhúsið og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.
Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?
Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt.