Óbyggðanefnd gerir kröfur í nokkur blindsker í Grýtubakkahreppi

Frá Grenivík.
Frá Grenivík.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps furðar sig á þeirri kröfu að nokkur blindsker undan ströndum hreppsins skuli verða þjóðlendur ríkisins. Óbyggðanefnd hefur nú gert kröfur í nokkur sker sem liggja úti fyrir Látraströnd og Þorgeirsfirði

„Engin leið er að sjá tilganginn og vandséð um nokkra nýtingu skerjanna eða áhrif af þessari gjörð fyrir þjóðina. Sýnist hér um að ræða algerlega tilgangslausa sóun á almannafé við þetta brölt óbyggðanefndar,“ segir í bókun sveitarstjórnar.  Leggur hún fast að nefndinni að falla frá þessum kröfum sem að Grýtubakkahreppi snúa án frekari málareksturs.

„Þetta eru örfá sker  sem koma upp á fjöru, engum til gagns og algjörlega fráleitt að hægt sé að kalla þetta eyjar. Þetta eru blindsker og ef til kannski bara gott að ríkið beri á þeim ábyrgð. Í okkar huga er það fyrst og fremst kjánalegt að gera kröfur í þessi sker og að ríkið skuli vera í þessum eltingaleik um einskins verða hluti,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

Nýjast