20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja
Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.
Donat Prekorogja fæddist í Sviss árið 1999. Hann lauk BA námi í myndlist frá HEAD Genève, þar sem hann vann með innsetningar og skúlptúr. „Þar sem augu mín hafa alltaf dregist að hlutum á hreyfingu, er ég í leit að þeim augnablikum þegar tíminn stöðvast í takti. Það er í ljóðinu sem streymir frá þessum frosnu augnablikum sem ég hef fundið löngun til að vekja upp mín eigin tímalausu augnablik, þar sem kraftur, titringur og breyting fangar athyglina og gefur hinu líflausa líf“. Segir listamaðurinn Donat Prekorogja.
Og lætur þessa hugleiðingu fylgja í tilefni dvalar sinnar á Akureyri:
„Ég renni mér á frosinni gangstéttinni og reyni að koma mér eitthvert en það er þýðingarlaust, ég renn bara og renn og húsin færast framhjá, þau eru öll eins, öll hrein, öll einföld, næstum óekta. Ég sá þau standa sem líkön, en því lengra sem ég renn því meira sé ég húsin hreyfast, gluggarnir hreyfast, girðingarnar þyrlast og hurðirnar snúast, ekkert er það sama; öll borgin er sem aflöguð í takti þessa óstöðvandi rennslis.“