Hitaveitur þarfnast athygli

Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.
Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.

Norðurorka rekur hitaveitu í Ólafsfirði og Reykjaveitu í Fnjóskadal auk hitaveitu á Akureyri og nágrannabyggðum. Þær veitur þarfnast athygli að því er fram kom í máli Eyþórs Björnsson forstjóra Norðurorku á aðalfundi félagsins.

Hlutfallsleg aukning í heitavatnsnotkun er ekki minni þar en á Akureyri. Afkastageta Reykjaveitu hefur verið aukin með því að setja dælu á lögnina við Hróarsstaði og fyrirhugað er að bæta við annarri dælu á Reykjum. Væntingar eru til þess að aðgerðirnar í Reykjaveitu muni anna aukningu í eftirspurn á því svæði í áratug eða svo.

 Í Ólafsfirði hefur Norðurorka staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum undanfarin ár til að staðsetja nýja vinnsluholu og er rannsóknum nú lokið. Undirbúningur fyrir borun og virkjun varma er í gangi og ráðgert að bora vinnsluholu á árinu 2025.

Nýjast