20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu og sál.
Flest þekkjum við einhvern sem á í deilum við aðra manneskju þar sem erfitt virðist vera að finna sameiginlega lausn. Í síðasta þætti 2. seríu af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, hlustendur um sáttamiðlun. Sáttamiðlun er gjarnan nýtt í ólíkum málum m.a. í fjölskyldumálum, deilum á vinnustöðum og í dómsmálum, og í þættinum er fjallað um kosti nálgunarinnar.
Einnig ræðir hann um krefjandi samtöl og ástæður þess að við forðumst þau.
Það er aldrei of seint að leita lausna í krefjandi aðstæðum og gæti hlustun á þáttinn verið fyrsta skrefið í slíkri vegferð.
Með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan færsit þú yfir í hlaðvarpið.
https://open.spotify.com/episode/0jebaREX1XXIbxjY3SA0Eg