Fréttir

Múrarar hafa yfirleitt mikið að gera

Nýr nemendahópur hóf nám í múraraiðn við VMA á haustönn, en hún er undir hatti byggingadeildar skólans. Tíu nemendur eru í þessum þriðja námshópi sem Bjarni Bjarnason múrarameistari hefur fylgt í gegnum námið frá árinu 2015.

Lesa meira

Agnes og Ólöf Norðurljósin 2023

Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar 

Lesa meira

Engin tilboð bárust í byggingu hjúkrunarheimils á Húsavík

Tilboð í byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík  voru opnuð kl 13 í dag

Lesa meira

Líf og fjör á Degi sjúkrahússins

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins stóðu fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi sl. laugardag milli kl. 14:00 og 16:00.  Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk gengu um og söfnuðu nýjum félagsmönnum og margir nýttu sér boð um að láta starfsfólk SAk mæla hjá sér blóðþrýsting, súrefnismettun og púls. Síðast en ekki síst komu fjölmörg börn með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun og ýmsar aðgerðir.

Hollvinir SAk eru vel á þriðja þúsund talsins og fjölgaði um nokkra tugi um helgina. „Við viljum fjölga þeim enn frekar á næstu mánuðum, því 6.000 króna árgjald félagsmanna er sá grunnur sem Hollvinir SAk byggja starfsemi sína á,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna.

Lesa meira

Þorsteinn hættir í stjórn Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar Arnórsson sem setið hefur í stjórn Iðnaðarsafnsins frá upphafi eða í 25 ár hefur sagt sig úr stjórninni.

Lesa meira

Jólavefur Júlla og nýr magasínvefur

Árið 1999 setti Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson upp vef sem var með fyrstu einstaklingsvefum landsins. Byrjaði fyrst sem átthagavefur m.a. til að halda til haga heimildum, sögum eða frásögnum frá fólki í Dalvíkurbyggð, jafnt búandi sem brottfluttum. M.a. efnis var Dalvíkurskjálftinn, Bakkabræður úr Svarfaðardal, Jóhann Svarfdælingur, Veðurklúbburinn og fleira
Einnig fór Júlli að halda til haga merkilegum áralöngum jólahefðum úr byggðarlaginu sem endaði  í afar vinsælum Jólavef þar sem hægt var að finna nánast allt um jólin. Jólavefur Júlla var og hefur verið stærsti og vinsælasti jólavefur landsins um árabil.

Lesa meira

Setið við vefstólinn

Í huga þess sem þetta pikkar inn er eitthvað notalegt við þá tilhugsun að sitja við vefstól og skapa eitthvað sem gleðja mun þá sem nota.  Það er þó jafn víst að pikkara skortir alla hæfileika í verkið en það má láta sig dreyma.

Á heimasíðu VMA má lesa þessa frásögn:

Lesa meira

Líforkugarðar ehf stefna á að reisa líforkuver á iðnaðarlóð við Dysnes

Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu þess efnis að félagið Líforkugarðar ehf fái tæplega 6.700 fermetra iðnaðarlóð við Dysnes. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er móttaka og vinnsla dýraleifa, þ.e. fyrsti fasi líforkugarða. Félagið er í eigu allra 10 sveitarfélaganna sem standa að SSNE.

Lesa meira

Langþráður draumur rætist

Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.

Lesa meira

Evrópudagur sjúkraliða

Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.

Lesa meira