Fréttir

Götuhornið - Strákur í 10. bekk skrifar

Þó að sumir haldi að ég sé bara að horfa út í loftið þá er ég samt alltaf að spá og hugsa.  Sumt er bara venjulegt í lífinu en annað er skrítið og sumt ruglandi. Ég skil ekki alveg allt og sumt skil ég ekki rétt.  Mamma og pabbi hafa verið að suða um það við mig í marga mánuði hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.  Ég sagði þeim alltaf að ég væri ekki búinn að ákveða það en eftir endalust suð sagði ég þeim það loksins að ég væri að hugsa um að verða húsasmiður en það væri víst ekki hægt. En pabbi sagði að þau væru ekki að meina hvað ég ætlaði að vinna við heldur hvort ég ætlaði að vera karl eða kona. Mæ god. Ég vissi ekki að ég þyrfti að ákveða það sjálfur. Ég lít stundum í spegilinn áður en ég fer í sturtu og hef gengið út frá því að þessari spurningu sé sjálfsvarað.  Svo las ég í Heimildinni að það væru til óteljandi kyn. Ég meika þetta ekki.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.

Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.

Jólakveðjur 
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hefur innreið sína á hlaðvarpsmarkaðinn

Hlaðvarpið Forysta og samskipti var að hefja göngu sína en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einnig stjórnenda- og forystuþjálfari með fyrirtækið Forysta og samskipti ehf.

Lesa meira

Aukin tækifæri til samkeppnishæfs náms utan höfuðborgarsvæðisins með sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Skýrsla um fýsileika þess að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst liggur fyrir. Kröftugur sameinaður háskóli með höfuðstöðvar á Akureyri og miðstöðvar um allt land myndi styrkja landsbyggðina í heild og fjölga tækifærum til náms utan höfuðborgarsvæðisins. 

Lesa meira

Hver styrkur skiptir okkur miklu máli

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis hefur fengið nokkra styrki nú í aðdraganda jóla. Þar má nefna frá Oddfellowstúkinni Sjöfn, stúku nr. 2, frá Norðurorku og Coca Cola á Íslandi. Aflið veitir þolendur ofbeldis og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning.

Lesa meira

REYKJAVÍK - GLÆPASAGA OG SKRÍMSLALEIKUR ERU VINSÆLUSTU BÆKUR ÁRSINS Á AMTSBÓKASAFNINU 2023

Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja.  Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.

 Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti.  Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar  s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.

Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.

,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag.  Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur. 

Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember.  Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“

Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og  blokki barnabóka.

Skáldsögur:

  1. Reykjavík - glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
  2. Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
  3. Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
  4. Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Verity / Colleen Hoover
  6. Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
  7. Daladrungi / Viveca Sten
  8. Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir
  9. Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
  10. Brúðkaup í paradís / Sarah Morgan

 

Barnabækur:

  1. Skrímslaleikur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal
  2. Lára fer í leikhús / Birgitta Haukdal
  3. Hrekkjavaka með Láru / Birgitta Haukdal
  4. Lára bakar / Birgitta Haukdal
  5. Lára fer í útilegu / Birgitta Haukdal
  6. Salka : tímaflakkið / Bjarni Fritzson
  7. Fótboltaráðgátan / Martin Widmark, Helena Willis
  8. Hundmann og Kattmann / Dav Pilkey
  9. Stjáni og stríðnispúkarnir : jólapúkar / Zanna Davidson
  10. Lára lærir að hjóla / Birgitta Haukdal

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri Níu nýstúdentar brautskráðir

Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.

Lesa meira

88 brautskráðust frá VMA

Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.

Lesa meira

Opnað í Hlíðarfjalli að hluta til á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað að hluta á morgun, föstudaginn 22. desember.

Lesa meira

BSO fær lengri frest til að yfirgefa Strandgötuna

Bæjarráð Akureyrar hefur veitt BSO lengri frest til að fara að svæðinu, en stjórnendur BSO óskuðu í byrjun desember eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Lesa meira