Götuhornið - Strákur í 10. bekk skrifar
Þó að sumir haldi að ég sé bara að horfa út í loftið þá er ég samt alltaf að spá og hugsa. Sumt er bara venjulegt í lífinu en annað er skrítið og sumt ruglandi. Ég skil ekki alveg allt og sumt skil ég ekki rétt. Mamma og pabbi hafa verið að suða um það við mig í marga mánuði hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór. Ég sagði þeim alltaf að ég væri ekki búinn að ákveða það en eftir endalust suð sagði ég þeim það loksins að ég væri að hugsa um að verða húsasmiður en það væri víst ekki hægt. En pabbi sagði að þau væru ekki að meina hvað ég ætlaði að vinna við heldur hvort ég ætlaði að vera karl eða kona. Mæ god. Ég vissi ekki að ég þyrfti að ákveða það sjálfur. Ég lít stundum í spegilinn áður en ég fer í sturtu og hef gengið út frá því að þessari spurningu sé sjálfsvarað. Svo las ég í Heimildinni að það væru til óteljandi kyn. Ég meika þetta ekki.