Fréttir

Jólin heima Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli rifjar upp

Jólin heima.

Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er  jólahald fyrr eða nú.

Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.

Lesa meira

Stærsta árið í hvalaskoðun frá Húsavík

Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið.

Lesa meira

Sameiginlegt helgihald í Akureyrar og Glerárkirkju um áramót

Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt  í Akureyrar og Glerárkirkju.  Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.

Lesa meira

Um 15% íbúða sem byggðar eru á Akureyri ekki nýttar af íbúum sveitarfélagsins

Um eitt þúsund íbúðir, 11,4% allra íbúða á Akureyri eru í eigu fjárfesta, félagasamtaka eða annarra sem ekki eru með skráð lögheimili á Akureyri samkvæmt upplýsingum úr aðalskipulagi Akureyrar 2018 til 2030. Miðað við þróun síðustu ára er talið að þetta hlutfall hafi hækkað og geti verið á bilinu 15 til 20% nú.

Lesa meira

Eins og í Sjallanum í denn!

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Lesa meira

Matargafir aðstoðuðu yfir 200 fjölskyldur fyrir jólin

Matargjafir á Akureyri og nágrenni veittu yfir 200 fjölskyldum aðstoð nú fyrir jólin. „Það er ekki laust við að ég sé klökk og full þakklætis,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Lesa meira

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð 23.12.2023

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.

Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.

Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.

Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.

Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.

Lesa meira

Enski boltinn um hátíðirnar Hvernig er best að koma boltanum fyrir í skipulaginu?

Enski boltinn er mikið áhugamál margra Íslendinga og þú finnur vart íslenskan knattspyrnuáhugamann sem heldur ekki með einhverju liði í ensku Úrvalsdeildinni. Sú hefð hefur skapast í enska boltanum að spilað er meira og þéttar í kringum hátíðirnar, öfugt við margar aðrar deildir í Evrópu sem taka yfirleitt pásu á þessum tíma ársins. Þetta er almennt gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamanninn þar sem hann fær að sjá meira af sínu liði, en flestir þurfa að fara varlega hvað það varðar að knattspyrnugláp hafi ekki áhrif á tíma þeirra með fjölskyldunnni.

Lesa meira