Fréttir

Akureyrarbær og Grófin taka höndum saman

Nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Grófarinnar geðræktar um þjónustu Grófarinnar á Akureyri hefur verið undirritaður. Markmið hans er að efla Grófina sem geðræktarmiðstöð og að auka tengsl og samvinnu Grófarinnar við þá aðila innan bæjarfélagsins sem vinna með fólki sem glímir við geðraskanir.

Lesa meira

Einar gengur gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar -280 kílómetra leið

Einar Skúlason ætlar að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu. Gönguna leggur hann á sig til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Stefnir Einar á að hefja gönguna á Seyðisfirði 4. desember næstkomandi.

Lesa meira

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar á föstudag og laugardag

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-17 og laugardaginn 2. desember frá kl. 11-14.

Til sölu eru fjölbreyttar vörur og listaverk sem búin eru til í Skógarlundi. Verkin eru unnin úr leir, tré, gleri en sem dæmi eru til sölu vegglistaverk, gjafakort sem máluð eru með augunum, blómapottar, jólasveinar, jólatré og margt fleira.

Lesa meira

Vilja fá græn verkefni af öllu landinu

Fjárfestahátíð Norðanáttar haldin í þriðja sinn

Lesa meira

Metaðsókn á Minjasafnið

„Við erum alveg í skýjunum, þetta er virkilega ánægjulegt. Auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég er nokkuð viss um að þetta sumar fer í sögubækurnar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri á Minjasafninu á Akureyri en aðsókn að safninu hefur aldrei verið meiri en nú í ár. Alls hafa um 62 þúsund manns heimsótt safnið það sem af er árs og desembermánuður allur eftir. Þetta er mun meiri aðsókn en var á liðnu ári, þegar tæplega 50 þúsund manns litu við á safninu. Það ár var met sett í aðsókn en greinilegt að það stóð ekki lengi

Lesa meira

Ingólfur Sverrisson selur og áritar bók sína – Höfuðdag – í Herradeild JMJ fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 14 til 16

Ingólfur Sverrisson sem er lesendum Vikublaðsins bæði í blaði og á vef að góðu kunnur sendi frá sér á dögunum bókina  Höfuðdagur.   Um er að ræða frásögn Ingólfs af uppvaxtarárum móður han sem sex  ára gömul hafði misst báða foreldra sína og var í kjölfar þess komið fyrir hjá vandalausum á Stokkseyri.  Þetta gerðist fyrir tæpum hundrað árum,  og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig sex ára barni leið í kjölfar þessa.

Lesa meira

Krabbameinsfélagið gaf verkjadýnur

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) kom færandi hendi á dögunum og afhenti lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.

Lesa meira

Fimm sóttu um stöðu rektors við Háskólan á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri auglýsti embætti rektors laust til umsóknar fyrr í haust. Umsóknarfrestur rann út 23. nóvember. Ráðið verður í embættið til fimm ára og er upphaf starfstíma 1. júlí 2024. Eftirtaldir aðilar sóttu um:

  • Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College, Lewiston, Maine
  • Dr. Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri
  • Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
  • Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
  • Dr. Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri tilnefnir rektor í samræmi við 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 10. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022 og starfar rektor í umboði háskólaráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Á næstu dögum mun Háskólaráð tilnefna þrjá fulltrúa í valnefnd til að meta hæfi umsækjenda.

Lesa meira

Tjón á yfirbyggingu Töfrateppisins í fárviðri

Yfirbygging Töfrateppisins í Hlíðarfjalli skemmdist talsvert í miklum vindhviðum aðfararnótt þriðjudagsins 21. nóvember.

Lesa meira

Hvefisráð Grímseyjar Ferjan þarf að stoppa lengur

Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir því að áætlun ferjunnar Sæfara verði endurskoðuð og þá með hagmuni helstu atvinnuvega eyjarinnar; ferðaþjónustu og sjávarútvegs í huga. Stopp ferjunnar var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Lesa meira