Íþróttafélagið Þór 109 ára

Nýjir gullmerkishafar frá vinstri, Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Hermannsson, Reynir og Gísli Bragi H…
Nýjir gullmerkishafar frá vinstri, Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Hermannsson, Reynir og Gísli Bragi Hjartarssyni og Nói Björnsson formaður Þórs. Myndir Ármann Hinrik

Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili  Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins.   Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess.  Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.

Við þetta tækifæri í gær heiðraði aðalstjórn félagsins fjölmarga félagsmenn fyrir framlag þeirra en störf sjálfboðaliða er grunnurinn að öllu félagsstarfi.

Aðalstjórn Þórs sæmdi Tryggva Gunnarsson, Ingólf Hermannsson, og þá bræður Reyni og Gísla Braga Hjartarssyni gullmerki félagsins, til viðbótar eins og áður sagði voru margir heiðraðir heiðraðir og þá með silfur og bronsmerkjum.

Myndir segja meira en mjög mörg orð og við látum þær tala.  Það var Ármann Hinrik sem fangaði augnablikið í Hamri í gær. 

 

Nýjast