20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Drottningin hefur gefið vel í sumar
Sjöfn Hulda Jónsdóttir frá Laxamýri með flottan hæng sem hún setti í á Kiðeyjarbrotinu i Laxá í Aðaldal á dögunum. Mynd/ Jón Helgi Björnsson.
Sjöfn Hulda Jónsdóttir frá Laxamýri tekur sig vel út með þennan glæsilega hæng sem hún setti í á Kiðeyjarbrotinu i Laxá í Aðaldal á dögunum, enda prýðir hún forsíðu Vikublaðsins sem kemur út í dag eftir stutt sumarfrí.
Veiði hefur verið góð í Laxá í sumar og er greinilegt að drottningin eins og áin er gjarnan nefnd er að rétta úr kútnum. Nokkrir ,,hundraðkarlar“ hafa komið á land en það eru þeir fiskar nefndir sem mælast yfir 100 cm á lengd.