Það er gúrkutíð

Í gúrkurtíð eins og nú geisar er gott að eiga slikar í hillum  Mynd  rbj
Í gúrkurtíð eins og nú geisar er gott að eiga slikar í hillum Mynd rbj

Við erum svolítið merkileg þjóð, eigum það til að fá dellu fyrir hinum ólíklegustu hlutum.  Ein slík sem hefur gripið okkur er að kaupa gúrkur og nota þær í allt og ekki neitt liggur mér við að segja.  Svo rammt  kveður að þessu ,,æði“ að borið hefur á skorti í verslunum á þessari áður nokkuð rólegu söluvöru. 

Vefurinn sem finnur stundum fyrir annars konar ,,gúrkutíð“vill auðvitað fljóta með í umræðu dagsins og setti sig í samband við mann sem kann að gera gott úr öllu sem hann snertir á matarkyns. 

Friðrik V meistarakokk þekkja lesendur og hann kemur hér með hugmyndir handa okkur sem þekkjum gúrkur vart  undir öðrum kringumstæðum en í salati, eða ofan á brauð, og í einstaka tilfellum í glasi með göróttum drykk og svörtum pipar ómuldum.  

Maestro láttu vaða!

Tzatziki

1 agúrka

2 dl grísk jógúrt

2 söxuð hvítlauksrif

2 msk saxað ferskt dill

3 svört piparkorn

4 kóreanderfræ

salt

Skerið agúrkuna í 5mm þykkar sneiðar, stingið kjarnann úr og saltið létt.

Hrærið jógúrtið út með saxaða hvítlauknum og dillinu. Maukið fræin í morteli og blandið saman við jógúrtblönduna. Skolið saltið af agúrkunum og blandið saman við jógúrtið.

Raðið agúrkunum upp í turn og setjið á diskinn

 Tzatziki

Agúrkuborðar með chili og sesam

1 agúrka skorin í þunna borða í mandolini

1/3 grænt chili skorið í þunnar sneiðar

1/3 rautt chili skorið í þunnar sneiðar

1/3 gult chili skorið í þunnar sneiðar

1 stk Vorlaukur skorinn í þunnar sneiðar

2 msk Sæt chili sósa

1 msk Soya sósa

1 tsk Sesamolía

1 msk Sesamfræ ristuð

Svartur pipar og flögu salt

2 msk af hrísgrjónaediki

1 msk Worcestershire sósa.

Öllu blandað saman í skál sem hægt er að loka, geymt í henni í kæli í 2-3 tíma áður en borið er fram.

 Agúrkuborðar með chili og sesam

Sumarlegur gúrkudrykkur

1 agúrka

Safi úr 1 sítrónu

½ grænt epli flysjað steinhreinsað og skorið í bita

1 msk góð ólífuolía

Smá salt og pipar

Allt maukað saman í góðum mixara þangað til að þetta lítur út eins og góður Smoothie, hella í fallegt glas og skreyta með agúrku og sítrónu.

Sumarlegur gúrkudrykkur

Nýjast