Fréttir

Jólamatur fátæka mannsins

Einn af mínum allra uppáhalds fuglum er rjúpan.  Rjúpan nam hér land við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum og kom upprunalega frá Grænlandi.

Hún á sér lengri forsögu hér en við. Mér finnst hún ekki bara falleg, hún er brögðótt, á 3 alklæðnaði og  þegar hún ver unga sína, þá sýnir hún vanmetna vitsmuni.

Lesa meira

Hver grípur þig?

„Við vildum að fólk gerði sér grein fyrir hvaða þjónusta er í boði og hvert er hægt að sækja hana þegar aðstoðar er þörf, fólki að kostnaðarlausu. Einnig langar okkur með málþinginu að styrkja samstarfið á milli félaganna, að fulltrúar þeirra séu upplýst um aðra kosti sem eru í boði fyrir fólk og geti bent málum í réttan farveg eða til viðeigandi félagasamtaka,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir um málþing sem hún stendur fyrir ásamt frænku sinni Birnu Guðrúnu Árnadóttur.

Lesa meira

Sérútbúinn lögreglubíll til landamæraeftirlits

Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fengið til eignar sérútbúinn lögreglubíl til afnota við landamæraeftirlit. Segja má að þar sé á ferðinni fullbúin landamærastöð á hjólum. Landamæra- og áritunarsjóður Evrópusambandsins greiddi 75% kostnaðar og Dómsmálaráðuneytið 25% og skiptu einnig með sér kostnaði við einn starfsmann í þrjá mánuði síðastliðið sumar.

Lesa meira

Klúbbar styrkja Frú Ragnheiði

Klúbbarnir Ladies Circle 7 og Round Table 15 afhentu Frú Ragnheiði rausnarlegar styrk í vikunni, ómetnalegur styrkur . „Við erum svo innilega þakklát og mun þetta nýtast skjólstæðingum okkar vel segir í tilkynningu, en styrkurinn er að upphæð um 630 þúsund krónur.

Lesa meira

Gjaldfrjáls leikskóli dregur úr álagi og bætir líðan barna

Gjaldfrjáls leikskóli hefur reynst áhrifarík leið til að draga úr álagi í leikskólum, á skólastjórnendur og starfsfólk og hefur jákvæð áhrif á börnin.

Lesa meira

Grenivík-Vel gert hjá Óla Gunnari

Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember.

Lesa meira

Jólaljós og lopasokkar í Hofi

Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.

Lesa meira

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Orkumál

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs

Lesa meira

Þakklæti er varla nægilega sterkt lýsingarorð

„Ég þurfti að gera hlé á máli mínu því tárin bara runnu niður kinnarnar,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar afhentu félaginu alls 6, 7 milljónir króna og hefur upphæðin aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira