Karlakórinn Hreimur fagnar 50 árum
„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu