Á skíðum skemmti ég mér........

Hlíðarfjall í morgun, nokkru fyrir opnun.
Hlíðarfjall í morgun, nokkru fyrir opnun.

Veðrið leikur við fólk og það fer ekki á mili mála að Hlíðarfjall hefur mikið aðdráttarafl hjá bæjarbúum og gestum sem hafa fjölmennt til bæjarins.

Staðarhaldarar í Hlíðarfjalli eru í sjöunda himni allt klárt þar fyrir góðan dag, og þau þarna efra sendu frá sér eftirfrandi skýrslu á Facebook í morgun.

,,Laugardagur 19. apríl 2025 ☀️
Opið 09:00–17:00 ⛷️🏂

Páskar í Hlíðarfjalli = fjalladraumur sem rætist!
Veðrið í dag er algjörlega tryllt — sól, logn og stemning sem mætti setja í krukku og selja!

Í gær mættu yfir 2.000 gestir og breyttu fjallinu í alvöru partý — takk fyrir, þið voruð stórkostleg!

Og við erum rétt að byrja…

Dagskrá laugardagsins:

12:00 – Páskaeggjamót SKA
12:00 – DJ Heisi við skíðasvæðið
14:00 – Aron Can tónleikar við skíðasvæðið

Sólgleraugu? Tékk. Góð stemning? Tékk. Hlíðarfjall? Sjálfsagt.
Kíktu upp í dag — þetta verður eitthvað sem þú vilt ekki missa af!

Fjallkonan, okkar ástsæla stólalyfta og hæsta stólalyfta á Íslandi, er opin og bíður eftir þér upp á tindana! 🚠⛰️

Hitastigið er um 1°C og 1-2 m/s.

Við opnum neðra svæðið með Fjarka, Hólabraut og Hjallabraut.
Búið er að troða Andrés, Hólabraut, Rennsli, Ævintýraleiðina, Hjallabraut, Auði og Töfrateppi.

Parkið við Hjallabraut er opið.

Stromplyftan verður opin og við opnum Suðurbakka, Stromp, Norðurbakka og Hjalteyrin.

Á göngusvæði eru 1,2 km og 3,5 km hringir opnir.

⚠️ Athugið! Vinsamlegast virðið merkingar og lokanir – það er lítill sem enginn snjór utan troðinna leiða og mjög varasamt. Leiðir eru ekki komnar í fulla breidd, svo nýtum plássið vel í brekkunum og sýnum hvert öðru tillitssemi.

Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu! 🙌🏻"

Nýjast