Mannlíf

Breiða út faðminn fyrir golfara framtíðar

Nú er rétt um ár síðan Golfklúbbur Húsavíkur opnaði nýjan og glæsilegan golfskála við Katlavöll. Nýja aðstaðan er algjör bylting í golfiðkun á Húsavík en félagar í klúbbnum eru alls um 150

Lesa meira

Afrakstur kvennakvölds afhentur

Kvennkvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.

Lesa meira

Gönguleiðir milli Kjarnaskógar og Glerárdals

Í gær voru fyrstu skiltin af samtals ellefu sett upp við hitaveituskúrana við upphaf gönguleiðarinnar að Fálkafelli. Sambærileg yfirlitskort verða sett upp í sumar við öll helstu gatnamót og bílastæði í Kjarnaskógi, Hömrum, Naustaborgum og við Súlubílastæðið. Vel er við hæfi að byrja verkefnið við upphaf Fálkafells-leiðarinnar þar sem mikil aukning hefur orðið í göngu á þeirri leið, m.a. fyrir tilstilli sjálfsprotna verkefnisins: 100 ferðir í Fálkafell.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir út land til ræktunar til félagsmanna að Hálsi í Eyjafjarðarsveit

„Þetta var frábær dagur og tókst mjög vel í alla staði. Við erum mjög stolt af þessu verkefni á Hálsi,“ sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en um liðna helgi var efnt til viðburðar að Hálsi í Eyjafjarðarsveit þar sem félagið hefur boðið sínum félagsmönnum að leiga land til ræktunar. Í ár eru 30 ára liðin frá því hafist var handa við útleigu á Hálsi, en á þeim  tíma var búið að planta út í alla reiti félagsins.

Lesa meira

„Hressandi að vakna snemma og launin eru góð“

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Lesa meira

Dísir ljóða

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir sameina krafta sína í nýju verkefni

Lesa meira

Túndran og tifið á Sléttu

Áhugaverð samsýning í Óskarsbragga á Raufarhöfn

Lesa meira

Stígagerð frá Hamraafleggjara fram í Kjarnaskóg haldið áfram

Nesbræður ehf áttu lægsta tilboð í gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Tilboð Nesbræðra hljóðaði upp á tæplega 33,3 milljónir króna.

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi  umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.

Lesa meira

Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.

Lesa meira