Afrakstur kvennakvölds afhentur

Frá vinstri:  Amelía Ýr Sigurðardóttir frá blakdeild KA, Bjarney Sigurðardóttir kvennakvöldsnefnd, K…
Frá vinstri: Amelía Ýr Sigurðardóttir frá blakdeild KA, Bjarney Sigurðardóttir kvennakvöldsnefnd, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Erlingur Kristjánsson frá handknattleiksdeild KA/Þór, Dóra Sif Sigtryggsdóttir frá Knattspyrnudeild Þór/KA, Eva Björk Halldórsdóttir kvennakvöldsnefnd, Elsa Björg Pétursdóttir kvennakvöldsnefnd, Maddie Sutton og Eva Wium Elíasdóttir frá körfuknattleiksdeild Þórs og Linda Guðmundsdóttir kvennakvöldsnefnd. Þær Þóra Pétursdóttir, Anna Kristín Magnúsdóttir og Elma Eysteinsdóttir sitja einnig í kvennakvöldsnefnd en þær áttu ekki heimangengt í gærkvöldi Mynd Þórir Tryggvason

Kvennakvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.

Boltagreinar fjögurra kvennadeilda hjá Þór og KA koma að þessu og fá ágóðann af Kvennakvöldinu

Þessi kvöld hafa heppnast mjög vel og farið fram úr okkar björtustu vonum. Nefndin kemur að öllu skipulagi og utanumhaldi en fulltrúar frá öllum deildunum taka þátt í undirbúningi og vinnu á kvöldinu sjálfu. Það fer að verða erfiðara að fá fulltrúa frá deildunum að vinna á sjálfu kvöldinu því það vilja allir mæta og skemmtu sér á sjálfu Kvennakvöldinu 😉

Í hálfleik á leik Þórs/KA á móti Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins sem fram fór á Vísvellnum í gær mættu fulltrúar frá öllum deildunum til að veita viðtöku á styrk sem safnaðist á Kvennakvöldinu. Hver deild fékk 1 milljón króna.

Að þessu kvöldi koma fjölmargir frábærir styrktaraðilar á einn eða annan hátt sem sem gerir okkur kleift að halda þetta kvöld á þennan hátt.

Segir í tilkynningu frá Kvennakvöldsnefnd.

Nýjast