Afrakstur kvennakvölds afhentur
Kvennakvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.
Boltagreinar fjögurra kvennadeilda hjá Þór og KA koma að þessu og fá ágóðann af Kvennakvöldinu
Þessi kvöld hafa heppnast mjög vel og farið fram úr okkar björtustu vonum. Nefndin kemur að öllu skipulagi og utanumhaldi en fulltrúar frá öllum deildunum taka þátt í undirbúningi og vinnu á kvöldinu sjálfu. Það fer að verða erfiðara að fá fulltrúa frá deildunum að vinna á sjálfu kvöldinu því það vilja allir mæta og skemmtu sér á sjálfu Kvennakvöldinu 😉
Í hálfleik á leik Þórs/KA á móti Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins sem fram fór á Vísvellnum í gær mættu fulltrúar frá öllum deildunum til að veita viðtöku á styrk sem safnaðist á Kvennakvöldinu. Hver deild fékk 1 milljón króna.
Að þessu kvöldi koma fjölmargir frábærir styrktaraðilar á einn eða annan hátt sem sem gerir okkur kleift að halda þetta kvöld á þennan hátt.
Segir í tilkynningu frá Kvennakvöldsnefnd.