Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar    Mynd a…
Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar Mynd akureyri.is

 Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.

Karólína lauk prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1984. Hún hefur gegnt stöðu þjónustustjóra velferðarsviðs frá árinu 2021.

Karólína starfaði um langt árabil hjá ráðgjafadeild fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar á árunum 1997-2019 og gegndi á því tímabili m.a. starfi verkefnastjóra og forstöðumanns. Hún var forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs á árunum 2017-2019 og leysti þar sviðsstjóra af í tvígang, 2002-2003 og 2018-2019.


Athugasemdir

Nýjast