Mannlíf
03.11.2021
Völuspá útgáfa sendir að þessu sinni fjölbreytta flóru bóka á jólamarkaðinn
Lesa meira
Mannlíf
01.11.2021
Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu.
Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira
Mannlíf
31.10.2021
Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu
Lesa meira
Mannlíf
30.10.2021
„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri.
Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira
Mannlíf
29.10.2021
Hann fékk standandi lófaklapp fyrir flutning á laginu Leave The Door Open
Lesa meira
Mannlíf
29.10.2021
Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Lesa meira
Mannlíf
29.10.2021
Sunnudaginn 31. október kl 16 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Þá leika Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari dagskrá sem þau kalla “Hljóðs bið ek allar helgar kindir”
Lesa meira
Mannlíf
26.10.2021
Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.
Lesa meira
Mannlíf
24.10.2021
Dorian Lesman er pólskur kokkur sem starfar á Fosshótel Húsavík. Auk þess rekur hann veisluþjónustu ásamt Martin Varga eiganda gistiheimilisins Tungulendingar á Tjörnesi.
Lesa meira
Mannlíf
22.10.2021
Vorið 2019 var Freyvangsleikhúsið með handritasamkeppni og fèkk stjórnin nokkur handrit send til sín undir dulnefnum. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Það átti svo að setja upp verkið haustið 2020 en ástand í samfèlaginu gerði það að verkum að það frestaðist þangað til núna.
Lesa meira
Mannlíf
22.10.2021
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin á Verkstæðinu um helgina
Lesa meira
Mannlíf
21.10.2021
„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum.
Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til.
Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira
Mannlíf
18.10.2021
„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið.
„Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira
Mannlíf
16.10.2021
Karen Birna Þorvaldsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira
Mannlíf
14.10.2021
Eins og alþjóð veit, eða a.m.k. Akureyringar flestir þá hefur tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni undan farin misseri.
Lesa meira
Mannlíf
08.10.2021
Hin geysivinsælu villibráðarhlaðborð Fosshótels Húsavík fara fram um helgina, föstudags og laugardagskvöld. Á boðstólnum verða ómótstæðilegir réttir í boði og má þar nefna dádýr, elgur, hreindýr, gæs, önd, skarfur, lundi, paté, súkkulaðimús, bláberjaskyrkaka, tiramisu og margt fleira.
Lesa meira
Mannlíf
08.10.2021
Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo.
Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag.
„Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar:
„Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.
Lesa meira
Mannlíf
06.10.2021
Bókin fjallar um 12 ára strák, Kára Hrafn, sem verður fyrir því óláni að foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og leikjatölvur og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum.
Lesa meira
Mannlíf
06.10.2021
Spennan er að magnast fyrir sænsku Idol söngkeppnina þar sem Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri hefur verið að slá í gegn.
Lesa meira
Mannlíf
06.10.2021
– Down & Out gefur út sína fyrstu breiðskífu
Lesa meira
Mannlíf
03.10.2021
Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor.
„Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“
En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði
„Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira
Mannlíf
02.10.2021
Iðunn Bjarnadóttir frá Húsavík er hestakona af guðsnáð enda alin upp í Saltvík þar sem rekin er hestamennskutengd ferðaþjónusta. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nýrri reiðkeppni sem skipulögð var af Landssambandi Hestamanna (LH). Keppnin fólst í fjögurra daga reið yfir Kjöl. Það er skemmst frá því að segja að Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Vikublaðið tók þessa ungu hestakonu tali.
Lesa meira
Mannlíf
30.09.2021
Fyrsta leikna barnaefnið fyrir sjónvarp, sem framleitt er af fagfólki búsettu á landsbyggðunum, er á leið í sýningu á N4 sjónvarpsstöðinni. Um er að ræða 12 þátta seríu sem fengið hefur nafnið Himinlifandi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu.
Lesa meira
Mannlíf
28.09.2021
Októberdagskráin í Hofi er hin glæsilegasta. Strax í upphafi október mun hljómsveitin Dúndurfréttir hrista af sér covidslenið og flytja vel valin Pink Floyd verk.
Lesa meira
Mannlíf
25.09.2021
Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði.
Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni.
Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“
Lesa meira
Mannlíf
20.09.2021
Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim fyrir skemmstu úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál á dögunum og ræddi við hann um ferðina. Bjarni Páll segir að kjarninn í starfseminni sé einmitt þessar lengri hestaferðir sem hann hefur verið að bjóða upp á. „Svo erum við með dagstúra líka og gistiheimili,“ bætir hann við.
Lesa meira
Mannlíf
19.09.2021
Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.
Lesa meira