Vonandi orðinn að árlegum viðburði
Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík
Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.
,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.
Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg.
Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.
Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.
Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.
Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.
Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir
Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925.
Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan.
„Ég held ótrauður áfram um ókomin ár, þetta er svo skemmtilegt og í raun forréttindi að hafa tækifæri til að gera krossgátur sem gleðja svo marga,“ segir Bragi V. Bergmann sem í vikunni skilaði af sér krossgátu númer 500 til Vikublaðsins. Hann hefur enn lengur verið að hjá Dagskránni, en krossgátur Braga þar eru yfir 600 talsins. Samanlagt hefur hann því gert yfir 1.100 krossgátur liðin ár fyrir bæði blöð. Ekki er ýkja langt í að Bragi geti haldið upp á þau tímamót að hafa gert krossgátu undanfarin 40 ár í blaðið LEÓ sem Lionsklúbburinn Hængur gefur út fyrir hver jól.
Á heimasíðu Samherja birtist i morgun skemmtileg skrif um tilurð hins velþekka firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa, þau eru birt hér með leyfi.
Það var enginn svikinn af því að mæta í Hof s.l. laugardagskvöld á tónleika til heiðurs Agli Ólafssyni. Á tónleikunum voru flutt nokkur af þeim lögum sem Egill hefur gert ódauðleg, lög sem munu lifa með þessari þjóð endalaust. Flytjendur voru heldur ekki af lakara taginu, Dalvíkingurinn Eyþór Ingi, Ólafur Egill Egilsson og Diddú sáu um söng, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðna Franzsonar og hljómsveitin Babies léku undir.
Hefur komið upp frískáp á Húsavík til að sporna við matarsóun
„Það má segja að þetta hafi allt saman gerst alveg óvart,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir höfundur verksins Bangsímon og Grislingur í jólasveinaleit sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á morgun, föstudaginn 17. nóvember í Freyvangi. Jóhanna er einnig leikstjóri.
Jóhanna segir að Freyvangsleikhúsið hafi sett upp aðventusýningu í fyrra og hafi hún heppnast einkar vel, en verkið var um þá bræður Karíus og Baktus, hún leikstýrði og tveir stjórnarmenn léku bræðurnar. „Við höfðum nýlega tekið við rekstri Freyvangs og þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta mátti ekki kosta of mikið þannig að við gengum í öll verk,“ segir hún og sama staða er uppi á teningnum nú.
Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn.