Sunnudagsviðtalið Greindist sem geimvera og stofnar leiklistarskóla
Pétur Guðjónsson hefur komið víða við í menningarlífinu á Norðurlandi. Leiklistin hefur þar verið fyrirferðamikil en hann hefur glímt við stórt verkefni að undanförnu, eitt það stærsta að hans sögn; að vinna sig úr kulnun. Í sunnudagsviðtalinu deilir hann með okkur ferðalaginu upp úr kulnun sem er að hans sögn eins mismunandi og við erum mörg.