Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024

Frá afhendingu s.l laugardag  frá vinstri Stefán Magnússon og Sigrún Jónsdóttir ábúendur, Axel Grett…
Frá afhendingu s.l laugardag frá vinstri Stefán Magnússon og Sigrún Jónsdóttir ábúendur, Axel Grettisson oddviti Hörgársveitar og Sunna María Jónasdóttir í umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórnarfulltrúi Myndi horgarsveit.is

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi  umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.

Reisulegt íbúðarhús sem stendur við fjölfarinn Ólafsfjarðarveg og vekur athygli var byggt 1929. Sunnan við húsið prýðir Davíðslundur umhverfið en hann var gerður í minningu skáldsins, Davíð Stefánssonar. Stefáni og Sigrúnu eru færðar bestu hamingjuóskir með verðlaunin sem þau eru vel að komin.

Axel Grettisson oddviti Hörgársveitar og Sunna María Jónasdóttir í umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórnarfulltrúi færðu þeim verðlaunin laugardaginn 22. júní.

Séð heim að Fagraskógi.

Frá þessu segir á heimasíðu Hörgársveitar


Athugasemdir

Nýjast