Gusgus mætir aftur í Hof að ári
Gusgus mun halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi 26. október 2024!
Gusgus mun halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi 26. október 2024!
Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.
Fjölskylda í Björgunarveitinni Garðari á Húsavík - Rætt er við feðginin Júlíus Stefánsson og Júlíu Sigrúnu.
Í tengslum við Stelludaginn í s.l viku komu gestir til bæjarins frá Færeyjum og gerðu þeim víðreist um bæinn skoðuðu m.a Iðnaðarsafnið undir leiðsögn Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnsstjóra.
Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri þessar tæpu tvær vikur og fara sýningar fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.
Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.
Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr varð til á námskeiðinu „Fræðsla í formi og lit“ hjá Bryndísi Arnardóttur, Billu, myndlistarkonu á Akureyri sem lést árið 2022, langt fyrir aldur fram.
Sögin ehf. í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.
Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu Herradeildar JMJ á Akureyri.
Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.